Skip to main content

Viðfangsefni fötlunarfræðinnar

Fötlunarfræði er fræðigrein sem leggur áherslu á félagslegan skilning á fötlun og þátt menningar og umhverfis í að skapa og viðhalda fötlun. Markmið námsins er að veita nemendum fræðilega og hagnýta þekkingu á fjölbreytilegum þáttum sem varða fatlað fólk og mannréttindi þess. Nám í fötlunarfræði er þverfaglegt og nemendur koma m.a. af sviðum félags-, hug- mennta- og heilbrigðisvísinda. Áhersla er lögð á að  nemendur geti fléttað viðfangsefni fötlunarfræðinnar við sín áhugasvið. Námsbraut í fötlunarfræðum er rekin í öflugu alþjóðlegu samstarfi og nemendur eiga möguleika á að taka hluta námsins erlendis. Náið samstarf er við Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum en þar er unnið að fjölmörgum innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum.

Fötlunarfræði