Háskóli Íslands

Upplýsingafræði - meistaranám - diplómanám

Umsóknarfrestur fyrir MA/MIS nám á haustmisseri er 15. apríl og vormisseri 15. október ár hvert.  Opið er fyrir rafrænar umsóknir á umsóknartímabili. 
Rafræn umsókn

Umsóknarfrestur fyrir viðbótardiplóma á haustmisseri er 5. júní og á vormisseri 30. nóvember. Opið er fyrir rafrænar umsóknir á umsóknartímabili. 
Rafræn umsókn

Kennsla í upplýsingafræði (áður bókasafns- og upplýsingafræði) er í senn fræðileg og hagnýt og tekur skipulag námsins mið af  þeim miklu og hröðu breytingum sem orðið hafa á starfsumhverfi upplýsingafræðinga.

)

Nemendur geta sótt um lögverndað starfsheiti til mennta- og menningarmálaráðuneytisins að meistaranámi loknu.

Kynningarbæklingur um nám í upplýsingafræði

 

 

 

 

 


 

Nánari upplýsingar um námskeið og námskeiðslýsingar er að finna í kennsluskrá.

Námið

Eftirfarandi námsleiðir á framhaldsstigi standa til boða í upplýsingafræði:

MA-nám (120e)
Einstaklingsbundið rannsóknartengt nám til MA-gráðu stendur til boða í upplýsingafræði. Einstaklingsbundið MA-nám er eingöngu fyrir þá nemendur sem hafa lokið BA-prófi með bókasafns- og upplýsingafræði eða upplýsingafræði sem aðalgrein. Nemendur skipuleggja nám sitt í samráði við leiðbeinanda eða velja eina af eftirfarandi sérhæfingarleiðum í MA-námi:

 • Stjórnun og stefnumótun
 • Upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti hjá skipulagsheildum
 • Upplýsingafræði og þekkingarmiðlun
 • Bókasafns- og upplýsingafræði: Með áherslu á margbreytileika

MIS-nám (120e)
Meistaranám í upplýsingafræði (MIS) er fyrir þá sem hyggjast starfa sem upplýsingafræðingar og/eða skjalastjórar og/eða við vefstjórnun. MIS-námið er einungis ætlað þeim sem hafa lokið háskólagráðu í annarri grein en upplýsingafræði (BA, BSc, BEd eða sambærilegu prófi).

MIS-námið hefur verið þróað með hliðsjón af eftirfarandi: The Standards for Library Schools Update: Report 1999 frá Alþjóðasambandi bókasafns- og bókavarðafélaga (IFLA), The Standards for Accreditation of Masters Programs in Library and Information Studies 1992 frá Sambandi bandarískra bókasafna (ALA) og The Competencies for Special Librarians of the 21st Century frá Sambandi bókavarða í sérfræði- og rannsóknarbókasöfnum (SLA). Námsleiðin endurspeglar þörf fyrir fagmenntun í stétt þar sem meistaragráða verður æ algengari á Íslandi eins og annars staðar.

Nemendur geta lokið skyldunámskeiðum sem gerð er krafa um í MIS-námi og valið valnámskeið í samráði við leiðbeinanda, eða valið um eftirfarandi kjörsvið:

 • Stjórnun og stefnumótun
 • Upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti hjá skipulagsheildum
 • Upplýsingafræði og þekkingarmiðlun

Diplómanám
Viðbótardiplóma í upplýsingafræði er 30e hlutanám sem ljúka má á einu háskólaári. Inntökuskilyrði er BA-, BS-, BE.d-próf eða sambærilegt próf. Í boði eru eftirtaldar námsleiðir í diplómanámi:

 • Stjórnun og stefnumótun
 • Upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti hjá skipulagsheildum 
 • Upplýsingafræði og þekkingarmiðlun

Doktorsnám
Hægt er að stunda doktorsnám við námsbrautina.

 

Upplýsingafræði í fréttum 


Hafa samband
Allar fyrirspurnir og erindi sendist til Ásdísar Magnúsdóttur verkefnisstjóra. Netfang: am@hi.is sími: 525-5497.

 • Eyðublað vegna nemendaerinda
 • Viðmið um skrif á MA/MIS-ritgerð á vormisseri 2017

  Turnitin skýrslu: Í kjölfar þess að háskólinn hefur fengið aðgang að Turnitin ritstuldarforriti, sem gerir nemendum og kennurum kleift að greina ef meðferð heimilda í ritgerðum er ábótavant, hefur verið ákveðið að allir nemendur skili með lokaritgerð útprentuðu eintaki af kvittun fyrir skilum ritgerðar í Turnitin og rafrænu eintaki Turnitin skýrslu (originality report) til leiðbeinanda og að tekið verði tillit til þeirrar skýrslu við yfirferð ritgerðar. Það getur tekið 24 tíma áður en nýtt „originality report“ birtist fyrir skjalið.

Kennarar í upplýsingafræði:
Ágústa Pálsdóttir, prófessor agustap@hi.is (námsbrautarformaður)
Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor jg@hi.is  
Ragna Kemp Haraldsdóttir, doktorsnemi og aðjúnkt (rh@hi.is)
Sigríður Björk Einarsdóttir, doktorsnemi og aðjúnkt (sbe4@hi.is)

 

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is