Háskóli Íslands

Um Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild var stofnuð 1. júlí 2008 þegar nýtt skipulag Háskóla Íslands tók gildi. Deildin er ein sú fjölmennasta við Háskóla Íslands og innan hennar er boðið upp á nám í fjölmörgum námsgreinum sem hægt er að tvinna saman á ýmsan máta.  Sumar þessara greina hafa verið kenndar við Háskóla Íslands í áratugi, aðrar hafa verið kenndar í skemmri tíma.

Fastir kennarar deildarinnar eru virtir fræðimenn sem tekið hafa þátt í mótun þjóðfélagsumræðunnar bæði hér á landi og erlendis. Rannsóknarvirkni þeirra er með því besta sem gerist við Háskóla Íslands. Kennarar birta greinar í virtum tímaritum og gefa út bækur sem m.a. nýtast nemendum í námi sínu.

Upplýsingar um kennara og starfsfólk deildar er að finna HÉR.

Stór hópur stundakennara starfar við deildina sem gerir henni kleift að bjóða upp á námskeið á breiðum grundvelli.

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur verið starfrækt frá árinu 1986. Hlutverk hennar er m.a. að efla félags- og mannvísindi á Íslandi með hagnýtum og fræðilegum rannsóknum. Sem dæmi um rannsóknarsvið stofnunarinnar eru kjarakannanir, menntarannsóknir, vinnustaðaúttektir, rannsóknir á kynbundnum launamun og viðhorfakannanir. Innan Félagsvísindastofnunar starfar fjöldi sjálfstæðra rannsóknastofa sem tengjast rannsóknarverkefnum kennara.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is