Háskóli Íslands

Þróunarfræði - meistaranám - diplómanám

Rafræn umsókn

Meistaranám í Þóunarfræðum (120e)
Meistaranám í þróunarfræðum er ætlað að veita nemendum fræðilega og hagnýta þekkingu til að takast á við viðfangsefni á sviði þróunarmála, auk þess að undirbúa þá undir rannsóknarvinnu og kennslu. Námið, sem er þverfræðilegt, er kennt á vegum námsbrautar í mannfræði. Inntökuskilyrði er að hafa lokið háskólaprófi með fyrstu einkunn. Námið er kennt í staðnámi og fjarnámi. Nemendur þurfa að vera viðbúnir því að einstök námskeið geti verið kennd á ensku ef erlendir nemendur eru skráðir í námið.

Kynningarbæklingur um þróunarfræði:

  

Námið
Boðið er upp á þrjú kjörsvið í meistaranámi í þróunarfræðum:

 • Þróunarfræði – Development studies
 • Hnattræn heilsa – Global health
 • Kyn og þróun – Gender and development

Skyldunámskeið í öllum þremur kjörsviðum í þróunarfræðum:

 • Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir (10e)
 • Verkefnaáætlanir, eftirfylgni og úttektir (10e)
 • Vettvangsaðferðir (10e)

Meistararitgerð (30e eða 60 e) skal vera á sérsviði kjörsviðs.

Rannsóknarverkefni MA-nemenda í þróunarfræðum eru fjölbreytt og fjalla um viðfangsefni þar sem gagna hefur verið aflað víða, m.a. frá Íslandi, Evrópu, Afríku, Asíu og Mið-Ameríku. Nokkrir nemendur hafa fengið styrki frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Norrænu Afríkustofnuninni í Uppsala til að fjármagna vettvangsrannsóknir sínar. Sjá HÉR dæmi um meistaraverkefni.

Kjörsvið innan meistaranáms í þróunarfræðum 

a) Þróunarfræði - Development studies (120e)

Viðbótarskylda:

 • Kenningar í þróunarfræðum (10e)
 • MA verkefni í þróunarfræðum (30e eða 60e)
  Valkvæð námskeið: 20-50e

b) Hnattræn heilsa - Global health (120e)

Viðbótarskylda:

 • Hnattræn heilsa (10e)
 • MA verkefni á sviði hnattrænnar heilsu (30e eða 60e)
  Valkvæð námskeið: 20-50e

c) Kyn og þróun - Gender and development (120e)

Viðbótarskylda:

 • Hnattvæðing (10e)
 • MA verkefni um kyn og þróun (30e eða 60e)
  Valkvæð námskeið: 20-50e

Það er mikilvægt að valnámskeið séu á sérsviði viðfangsefnis MA-ritgerðar. Ávallt skal hafa samband við leiðbeinanda til að fá samþykki fyrir valnámskeiðum sem eru ekki tilgreind í kennsluskrá fyrir nám í þróunarfræðum. Innan mannfræðinnar eru t.d. í boði heppileg námskeið eins og Hnattvæðing, Hnattræn heilsa, Ímyndir, vald og framandleiki, Fjölmenning, Stríðsátök og friðarferli og Kenningar í þróunarfræðum. Auk þess geta nemendur tekið Lesnámskeið á sérsviði sínu í samráði við leiðbeinanda. Nemendur eru einnig hvattir til að kynna sér námskeið í MA-námi í alþjóðasamskiptum, umhverfis- og auðlindafræði, lýðheilsuvísindum og framhaldsnámskeið í aðferðafræði við Félags- og mannvísindadeild.

Diplómanámi í þróunarfræðum (30e)

Umsóknarfrestur um diplómanám er til 5. júní fyrir haustmisseri
Sækja um HÉR

Markmið diplómanáms í þróunarfræðum er að veita nemendum fræðilega og hagnýta þekkingu um þróunarmál. Þeir sem hafa lokið náminu geta fengið nám sitt vottað með diplóma í þróunarfræðum. Inntökuskilyrði er BA, BSc, BEd eða sambærilegt próf. Diplómanám er hægt að fá metið að fullu inn í MA-nám í þróunarfræðum, að uppfylltum inntökuskilyrðum. Góð frammistaða í námskeiðum styrkir umsókn um MA-nám.

Boðið er uppá þrjú kjörsvið í diplómanámi í þróunarfræðum.

 • Þróunarfræði – Development studies
 • Hnattræn heilsa – Global health
 • Kyn og þróun – Gender and development

Kjörsvið innan diplómanáms í þróunarfræðum

a) Þróunarfræði - Development studies (30e)

 • Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir (10e)
 • Kenningar í þróunarfræðum (10e)
 • Valnámskeið (10e)

b) Hnattræn heilsa - Global health (30e)

 • Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir (10e)
 • Hnattræn heilsa (10e)
 • Valnámskeið (10e)

c) Kyngervi og þróun - Gender and development (30e)

 • Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir (10e)
 • Hnattvæðing (10e)
 • Valnámskeið (10e)

Doktorsnám (210e)
Boðið er upp á doktorsnám í þróunarfræðum.

Staðnám og fjarnám
Öll námskeið í þróunarfræðum eru kennd í staðnámi og fjarnámi. Nemendur í meistaranámi sem óska eftir því að vera fjarnemar þurfa að skila inn rökstuðningi fyrir fjarnámi um leið og þei sækja um.

Atvinnumöguleikar
Þeir sem hafa lokið meistaranámi í þróunarfræðum vinna gjarnan fyrir þróunarstofnanir, frjáls félagasamtök og alþjóðlegar stofnanir, t.d. Sameinuðu þjóðirnar.

Hafa samband
Vinsamlega sendið öll erindi og fyrirspurnir til Ernu Rutar Steinsdóttur,(ernarut@hi.is) verkefnisstjóra
Halla María Halldórsdóttir, verkefnisstjóri (hmh@hi.is) fer í fæðingarorlof frá ágúst  2016.

Umsjónarmaður náms: Jónína Einarsdóttir, (je@hi.is), prófessor.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is