Háskóli Íslands

Námsupplýsingar

Hver stúdent ber ábyrgð á námi sínu

  • Skipulag náms í Háskóla Íslands byggir á skráningu stúdenta í námskeið og próf. Stúdentar þurfa því að gæta vel að reglum um skráningu og auglýst skráningartímabil. Því betur sem þeir sinna þessum skyldum sínum, þeim mun betri þjónustu geta þeir vænst að fá.
  • Í kennsluskrá er m.a. að finna allar upplýsingar um námsframboð í Félags- og mannvísindadeild og aðrar hagnýtar upplýsingar er varða nám við HÍ.
  • Hver námsleið hefur sína eigin stundatöflu. Ef nemendur taka námskeið sem kennd eru  í annarri deild eru upplýsingar um þau námskeið á stundatöflu viðkomandi deildar. Nauðsynlegt að kynna sér bókalista í upphafi hvers misseris.
  • Próf eru haldin í lok hvers misseris. Nemendur eru hvattir til að kynna sér reglur um sjúkrapróf.
  • Lokaeinkunnir í námskeiðum eru birtar í lok hvers misseris á Uglunni.
  • Nemendur hvattir til að kynna sér upplýsingar um ritgerðir, heimildavinnu, aðferðafræði o.s.frv. Nemendur sem eru skráðir í lokaverkefni ættu að kynna sér sérstaklega vel reglur um lokaverkefni og sniðmát.
  • Upplýsingar um ferli ef upp kemur grunur um brot á reglum um heimildatilvísanir eða öðrum reglum um meðferð heimilda.
  • Ráðvendi í námi - leiðbeiningar fyrir nemendur.

Náms- og starfsráðgjöf

Nemendur eru hvattir til að nýta sér þjónustu Náms- og starfsráðgjafar sem staðsett er á Háskólatorgi, 3. hæð.

  • Boðið er upp á opna viðtalstíma mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13.00-15.30 og á föstudögum frá kl. 10.00-12.00.
  • Nemendur geta einnig pantað tíma hjá náms- og starfsráðgjafa í síma 525-4315.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is