Háskóli Íslands

Mannfræði

Viðfangsefni mannfræðinnar eru fjölbreytt, í rauninni allt sem viðkemur tegundinni Homo sapiens fyrr og síðar. Spurningar mannfræðinga snúast þó einkum um hin mörgu og ólíku samfélög manna, hvað þau eigi sameiginlegt og hvað greini þau að.

Áhersla er lögð á að skilja hugmyndir og athafnir fólks og hvaða merkingu þær hafa fyrir það og aðra. Mannfræðin leitast einnig við að svara því hvar og hvenær tegundin varð til, hvernig þróun hennar var háttað og hvað skilji á milli mannsins og annarra tegunda. Að baki þekkingarleit mannfræðinga liggur knýjandi forvitni um það hver við erum, hvað við gerum og hvaðan við komum.

Kynningarmyndband

Nám og kennsla
Mannfræði er kennd sem 180e aðalgrein, 120e aðalgrein eða 60e aukagrein. Einnig er boðið upp á 60e aukagrein í líffræðilegri mannfræði.
Reglulega er boðið upp á námskeið kennd af stundakennurum til að auka enn frekar á fjölbreytni námsins. Þau tengjast oft málefnum sem eru ofarlega á baugi í samfélaginu.

Öll námskeið í mannfræði eru kennd í fjarnámi. Nemendur í meistaranámi sem óska eftir því að vera fjarnemar þurfa að skila inn rökstuðningi fyrir fjarnáminu um leið og þau sækja um. 

Atvinnumöguleikar
Nám í mannfræði kemur að góðum notum þar sem þörf er á haldgóðum skilningi á menningarlegri fjölbreytni, eðli og merkingu mannlegra samskipta og athafna, og líffræðilegum sérkennum og samkennum tegundarinnar. Mannfræðingar starfa m.a. við fjölmiðlun, minjasöfn, innflytjendamál, kennslu, þróunarsamvinnu, friðargæslu og erfðarannsóknir.

Þau gögn sem mannfræðingar styðjast við í rannsóknum sínum eru fjölbreytileg: viðtalsgögn, ljósmyndir, vídeóupptökur, minniskompur af vettvangi, söguleg gögn, tölulegar heimildir og upplýsingar um líkamsgerð, m.a. erfðasýni og mannabein. En hvert sem rannsóknarviðfangsefnið er –  erfðasaga þjóða, trúarbrögð, hugmyndir um kynþætti og þjóðerni, áhrif loftslagsbreytinga, fjölmenningarlegt samfélag, listsköpun, heilsa eða þróun – einkennist nálgun mannfræðingsins yfirleitt af nálægð við það fólk sem er til umfjöllunar hverju sinni. Oft er um að ræða beina tímabundna þátttöku í lífi annarra, svokallaðar vettvangsrannsóknir. Íslenskir mannfræðingar hafa stundað slíkar rannsóknir í fjölda landa, t.d. Kanada, Grænlandi, Bandaríkjunum, Níger, Gíneu-Bissá, Namibíu, Japan, Chile, Grænhöfðaeyjum, Spáni, Danmörku, Taílandi, Papúa Nýju Gíneu, Bretlandi, Þýskalandi og Íslandi.

Félagslíf
Félag nemenda í mannfræði nefnist Homo.

Hafa samband
Vinsamlega sendið öll erindi og fyrirspurnir til Ernu Rutar Steinsdóttur, (ernarut@hi.is) verkefnisstjóra
Halla María Halldórsdóttir, verkefnisstjóri er í leyfi 2016-2017.

Upplýsingar vegna nemendaerinda til námsbrautar:
Nemendaerindi sem þarf að afgreiða vegna brautskráningar þurfa að hafa borist námsbraut þremur vikum fyrir brautskráningu. 

Námsbrautarstjóri: Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor (unnurdis@hi.is)

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is