Skip to main content

Fylgigögn með doktorsumsókn

Fylgigögn með doktorsumsókn hjá Félags- og mannvísindadeild 

Umsóknarfrestur um doktorsnám við Félags- og mannvísindadeild er til 15. október og 15. apríl ár hvert. Umsóknarfrestur fyrir erlenda umsækjendur er 1. febrúar ár hvert. 

Umsækjendur um doktorsnámið senda inn rafræna umsókn á auglýstum umsóknartíma ásamt fylgigögnum. Fylgigögn eru hengd við rafræna umsókn á pdf. eða word formi eða send í tölvupósti á netfangið fom@hi.is. Ekki er tekið við fylgigögnum eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Vinsamlegast kynnið ykkur eftirfarandi leiðbeiningar vel.Ferill umsóknar
Deildarskrifstofa kallar umsækjanda í viðtal ef þurfa þykir til þess að fá nánari útskýringar á umsókn og fylgigögnum. Umsækjandi getur einnig óskað eftir viðtali við verkefnisstjóra hvenær sem er í umsóknarferlinu. Verkefnisstjóri doktorsnámsins er Jóhanna Vernharðsdóttir (jv@hi.is).

Umsóknum skal að jafnaði vera svarað innan tveggja mánaða frá umsóknarfresti. Deildarskrifstofa fer yfir umsókn og fylgigögn og leggur fyrir Vísindanefnd Félags - og mannvísindadeildar. Vísindanefnd skilar greinargerð til viðkomandi námsbrautar sem tekur umsókn til afgreiðslu. Vísindanefnd fær afgreiðslu námsbrautarinnar til umfjöllunar en endanleg ákvörðun um inntöku er í höndum deildarráðs. Deildarskrifstofa svarar umsækjanda skriflega eftir að deildarráð hefur afgreitt umsóknina. Deildarskrifstofa varðveitir umsóknargögn og námsferilsgögn umsækjanda.