Háskóli Íslands

Félagsfræði - meistaranám - diplómanám

Félagsfræði er fræðigrein sem greinir undirstöður þjóðfélagsins og eflir skilning á ólíkum sviðum þess. Meðal viðfangsefna félagsfræðinnar má nefna velferðarmál, lífskjör og lagskiptingu, afbrot, atvinnu- og efnahagslíf, fjölmiðla, stöðu kynjanna, innflytjendamál, unglingsárin, heilbrigði og lýðheilsu, fjölskyldumál, mannfjöldaþróun og vísindastarf. Nám í félagsfræði felur í sér undirstöðuþjálfun í fræðilegri hugsun og fræðilegum vinnubrögðum. Jafnframt er lögð áhersla á sjálfstæði og frumkvæði nemenda.

Umsóknarfrestur fyrir MA nám á haustmisseri er 15. apríl og vormisseri 15. október ár hvert.  Opið er fyrir rafrænar umsóknir á umsóknartímabili. 
 

Umsóknarfrestur fyrir viðbótardiplóma á haustmisseri er 5. júní og á vormisseri 30. nóvember. Opið er fyrir rafrænar umsóknir á umsóknartímabili. 

Upplýsingar um námið í kennsluskrá HÍ

Kynningarbæklingur um framhaldsnám í félagsfræði
  


Námið og kennsla

Kennarar í félagsfræði hafa afla sér menntunar víða um heim og eru sérhæfðir í ýmsum greinum félagsfræðinnar. Á heimasíðum þeirra eru upplýsingar um helstu  rannsóknarviðfangsefni þeirra og birtingar.

Rannsóknartengt meistaranám í félagsfræði er 120 eininga nám. Nemendur undirbúa og skipuleggja nám sitt í samráði við leiðbeinanda og í samræmi við reglur deildar um framhaldsnám.  Rannsóknarverkefni og lokaritgerð er að jafnaði 60 ECTS. Fræðileg námskeið  (á sérsviðum sem tengjast rannsóknarverkefni í samráði við leiðbeinanda) eru að jafnaði 60 ECTS

Auk námskeiða í félagsfræði geta nemendur tekið námskeið á meistarastigi á sérsviði sínu í öðrum greinum eða deildum háskólans og við erlenda háskóla.

MA nemendur í félagsfræði sérhæfa sig með því að gera rannsókn í samstarfi við leiðbeinanda og skrifa um hana ritgerð um málefni sem tengjast þeirra áhugasviði.

MA nám í félagsfræði er góður undirbúningur undir doktorsnám á sviði félagsfræði og tengdra greina, bæði hér á landi og erlendis

Fjölbreytt störf félagsfræðinga

Félagsfræði er ekki lögverndað starfsheiti, en MA próf í félagsfræði veitir aðgang að ýmsum störfum, jafnt hjá hinu opinbera og á einkamarkaði. Kannanir hafa sýnt að langflestir telja nám sitt í félagsfræði nýtast vel í starfi og flestir fá starf við hæfi. Sem dæmi má nefna þá starfa félagsfræðingar við margs konar opinbera stjórnsýslu, félagsþjónustu, fjölmiðla, tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi, við fræðslu, fjármála- og tryggingastarfsemi, rannsóknir og ráðgjöf.

MA nám í félagsfræði (120e)

Eftirfarandi námsleiðir í meistaranámi standa til boða í félagsfræði:

MA-nám í félagsfræði (120e)

MA-nám með áherslu á margbreytileika (120e)

MA- nám í  aðferðfræði (120e)

Diplómanám (30e)

Hægt er að taka sjálfstætt diplómanám til 30 eininga að loknu BA-, BSc-, BEd-prófi eða sambærilegu háskólaprófi. Námið er einkum ætlað þeim sem ekki eru tilbúnir að fara í fullt meistaranám en vilja bæta við sig styttra námi á tilteknum sviðum. Námið gegnir einnig hlutverki endurmenntunar fyrir fólk á vinnumarkaði. Diplómanámið fæst að fullu metið inn í meistaranám í félagsfræði.

Í boði eru eftirtaldar námsleiðir í diplómanámi:

Doktorsnám (210e)

Boðið er upp á doktorsnám í félagsfræði. Umsóknarfrestur er 15. október og 15. apríl ár hvert. Upplýsingar varðandi umsóknarferlið.

Hafa samband
Vinsamlega sendið öll erindi og fyrirspurnir til Jóhönnu Vernharðsdóttur, verkefnisstjóra, (jv@hi.is)

Námsbrautarstjóri:  Sigrún Ólafsdóttir, prófessor (sigruno@hi.is).

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is