Háskóli Íslands

Félagsfræði

Félagsfræði er fræðigrein sem greinir undirstöður þjóðfélagsins og eflir skilning á ólíkum sviðum þess. Meðal viðfangsefna félagsfræðinnar má nefna velferðarmál, lífskjör og lagskiptingu, afbrot, atvinnu- og efnahagslíf, fjölmiðla, stöðu kynjanna, innflytjendamál, unglingsárin, heilbrigði og lýðheilsu, fjölskyldumál, mannfjöldaþróun og vísindastarf. Nám í félagsfræði felur í sér undirstöðuþjálfun í fræðilegri hugsun og fræðilegum vinnubrögðum. Jafnframt er lögð áhersla á sjálfstæði og frumkvæði nemenda.

Kynningarbæklingar um grunnnám í félagsfræði

 

 


Kynningarmyndband

Nám og kennsla
Nám í félagsfræði felur í sér undirstöðuþjálfun í fræðilegri hugsun og fræðilegum vinnubrögðum. Jafnframt er lögð áhersla á sjálfstæði og frumkvæði nemenda.

Félagsfræði er kennd sem 180 eininga aðalgrein, 120 eininga aðalgrein með aukagrein eða 60 eininga aukagrein.

Kennarar í félagsfræði hafa afla sér menntunar víða um heim og eru sérhæfðir í ýmsum greinum félagsfræðinnar. Á heimasíðum þeirra eru upplýsinagar um helstu rannsóknarviðfangsefni þeirra og birtingar.

Nemendur í félagsfræði sérhæfa sig með því að taka ýmiss valnámskeið og með því að skrifa lokaverkefni um málefni sem tengjast þeirra áhugasviði.

Fjölbreytt störf félagsfræðinga
Félagsfræðingar starfa við opinbera stjórnsýslu, félagsþjónustu, tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi, fræðslu, fjármála- og tryggingastarfsemi, rannsóknir og ráðgjöf. Þeir vinna jafnt hjá hinu opinbera og á einkamarkaði og kannanir hafa sýnt að langflestir telja nám sitt í félagsfræði nýtast vel í starfi.

Félagslíf
Félag nemenda í félagsfræði nefnist Norm.

Hafa samband
Vinsamlega sendið öll erindi og fyrirspurnir til Jóhönnu Vernharðsdóttur, verkefnisstjóra, (jv@hi.is) eða námsbrautarstjóra í félagsfræði Sigrún Ólafsdóttir, prófessor (sigruno@hi.is).

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is