Háskóli Íslands

Doktorsnám

Doktorsnám - PhD program

Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands býður upp á fjölbreytt námsframboð doktorsnáms.

Doktorsnám við Félags- og mannvísindadeild er 210 eininga nám og skiptist í 180 eininga doktorsritgerð og 30 einingar í námskeiðum á fræðasviði doktorsverkefnis. 
Til viðbótar getur námsbraut gert kröfu um að doktorsnemandi taki allt að 60 einingar í námskeiðum í samráði við leiðbeinanda sé talin þörf á að bæta við undirstöðuþekkingu hans í aðferðafræði rannsókna eða á fræðasviði doktorsnámsins. Þessum einingum skal að jafnaði lokið áður en rannsóknaráætlun fæst samþykkt

Tímalengd náms:
Doktorsnámið er a.m.k. þriggja ára fullt nám en stundi doktorsnemi námið að hluta getur námið tekið allt að fimm árum.

Doktorsnemendur sem hafa lokið bæði grunn- og framhaldsnámi við íslenska háskóla [skulu taka a.m.k. eitt misseri af doktorsnámi sínu  við erlendan háskóla.

Doktorsritgerð er ýmist eitt sjálfstætt verk eða byggist á vísindagreinum sem mynda sjálfstæða heild. Sjá nánar í  25. gr. reglna um doktorsnám.

Inntökuskilyrði:
Sá sem hefur lokið meistaraprófi (kandídatsprófi) eða sambærilegu prófi við viðurkenndan háskóla getur sótt um að hefja doktorsnám við Félags- og mannvísindadeild. Einnig getur sá sem hefur stundað doktorsnám við annan háskóla sótt um að hefja doktorsnám við deildina. 

Umsækjandi skal hafa lokið meistaraprófi (kandídatsprófi) eða sambærilegu prófi með fyrstu einkunn.

Nánari upplýsingar um umsóknarferlið.

Leiðbeinendur: 
Doktorsnemi skal frá upphafi náms hafa leiðbeinanda. Leiðbeinandi gegnir hlutverki og skyldum umsjónarkennara samkvæmt reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands. Leiðbeinandi doktorsnema skal að jafnaði vera fastráðinn akademískur starfsmaður (prófessor, dósent eða lektor) við Félags- og mannvísindadeild.

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is