Háskóli Íslands

Brautskráning

Nemendur sem hyggjast brautskrást í júní 2017 verða að skrá sig í brautskráningu í gegnum Uglu og skila inn rafrænni staðfestingu til deildar í síðasta lagi 10. maí 2017. Brautskráningardagur er 24. júní 2017. Nánari upplýsingar um athöfnina verður send nemendum um viku fyrir brautskráningu.

Vertu viss um að þú sért skráð/skráður í brautskráningu

Allir stúdentar skrá sig í brautskráningu með því að velja ár og misseri brautskráningar á vallista í Uglu undir „Námskeið". Þótt stúdent sé ekkert að vanbúnaði að brautskrást er brautskráningin ekki undirbúin fyrr en hann hefur hann hefur skráð sig með þessum hætti. Að því loknu birtist á ferli stúdents í Uglu "Áætluð brautskráning" og misseri og ár brautskráningar.

Ertu búin/n að skila rafrænni staðfestingu vegna námsloka til deildar?

Til viðbótar þess að skrá sig í brautskráningu í Uglu verða allir stúdentar sem hyggja á brautskráningu frá Félags- og mannvísindadeild einnig að fylla út rafræna staðfestingu um námslok. Rafræn staðfesting skal berast deildarskrifstofu 6 vikum fyrir brautskráningu.

ATH: Ef rafrænni staðfestingu á námslokum er ekki skilað fyrir brautskráningu er litið svo á að stúdent ætli ekki að brautskrást.

BA-, MA-, MIS/MLIS nemar

Háskóli Íslands brautskráir stúdenta þrisvar á ári, í júní, í október og í febrúar. Brautskráningarathöfn er einungis haldin tvisvar á ári, í júní og í febrúar.

Mikilvægt er stúdentar láti vita hvort þeir verði viðstaddir brautskráninguna eða ekki. Ósótt skírteini eru afhent á Þjónustuborði Gimli á venjulegum skrifstofutíma, gegn framvísun skilríkja.

Stúdentar sem ljúka námi í september fá brautskráningarskírteini sín afhent á Þjónustuborðinu Gimli frá og með mánudeginum eftir brautskráningardagsetningu í október. 

RAFRÆN STAÐFESTING VEGNA NÁMSLOKA

Diplómanemar

Stúdentar sem brautskrást með diplómapróf eru ekki viðstaddir brautskráningarathöfn. Afhending brautskráningarskírteinis fer fram á Þjónustuborðinu í Gimli frá og með mánudegi eftir brautskráningarhelgi, gegn framvísun skilríkja.

 

 

 
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is