Háskóli Íslands

Aðferðafræði - meistaranám

Meistaranám í aðferðafræði

Umsóknarfrestur fyrir haustmisseri er 15. apríl og vormisseri 15. október ár hvert. 

Rafræn umsókn


Frekari upplýsingar um námið í kennsluskrá HÍ

Boðið er upp á 120 eininga meistaranám í aðferðafræði að afloknu BA-, B.Ed-, BS-prófi eða sambærilegu háskólaprófi (sjá nánari upplýsingar um inntökuskilyrði)
Námið tekur tvö ár og skiptist í eftirfarandi:

  • 44 ECTS í skyldunámskeiðum
  • 26 ECTS í bundnu vali
  • 20 ECTS í frjálsu vali
  • 30 ECTS í MA ritgerð

    Hverjum nemanda er skipaður umsjónarkennari við upphaf námsins.

Inntökuskilyrði
Nemendur skulu hafa lokið BA-, B.Ed-, BS-, prófi frá Háskóla Íslands eða sambærilegu námi með fyrstu einkunn. Jafnframt er gerð krafa um að nemendur hafi lokið eftirfarandi námskeiðum eða sambærilegum: FÉL204G Aðferðafræði: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda (8e) og FÉL306G Tölfræði I (8e).

Tilhögun náms
Á fyrra námsári taka nemendur sem nemur 60 einingum í námskeiðum og á seinna ári 30 einingum í lokaritgerð og 30 einingum í námskeiðum.

Meginmarkmið með námsleiðinni
Meginmarkmið með námsleiðinni er að bjóða uppá markvisst nám á framhaldsstigi í rannsóknaraðferðum félagsvísinda, með áherslu á megindlegar rannsóknaraðferðir.
Viðfangsefni námsins eru: Tölfræðileg úrvinnsla, fjölbreytugreining, spurningalistakannanir, úrvinnsla og framsetning niðurstaðna og eigindleg aðferðafræði. Námsleiðin er í hagnýt en byggir jafnframt á sterkum fræðilegum grunni.

Umsjónamenn námsleiðar
Jón Gunnar Bernburg (bernburg@hi.is)
Stefán Hrafn Jónsson (shj@hi.is).

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is