Háskóli Íslands

Danska

Í dönsku er boðið upp á þrenns konar meistaranám, M.A. í dönsku, M.A. í dönskukennslu og meistaranám í þýðingafræðum.

M.A. í dönsku
Í meistaranámi er meginmarkmiðið að nemendur ástundi akademísk vinnubrögð og afli sér sérhæfðrar fræðilegrar þekkingar. Meistaranemar kynnast rannsóknarvinnu af eigin raun. Markmiðið með meistaranámi er að nemendur verði færir um að vinna sérhæfð störf þar sem reynir á sérfræðiþekkingu í dönsku máli, bókmenntum og menningu.

M.A. í dönskukennslu
MA-nám í dönskukennslu er 120 eininga nám sem veitir í senn meistaragráðu og réttindi til kennslu í dönsku á framhaldsskólastigi. Námið er skipulagt og kennt í samvinnu við Menntavísindasvið. Nemandi tekur 60 einingar í kennslufræði, þar af 50 einingar á Menntavísindasviði og 10 einingar í Mála- og menningardeild. Þeir skulu einnig ljúka 60 einingum í dönsku, þar af 30 eininga lokaverkefni. Æskilegt að taka námskeið í dönsku samhliða námi á Menntavísindasviði.

Þetta er starfsmiðað nám sem ætlað er jafnt starfandi kennurum og þeim sem hyggja á kennslu í dönsku í framhaldsskólum. Jafnframt er það undirbúningur undir störf sem fela í sér umsjón með dönskukennslu í skólum eða fræðsluumdæmum (deildar- eða fagstjórn, endurmenntun).

Þýðingafræði - danska
Í samstarfi við Íslensku- og menningardeild er boðið upp á nám í þýðingafræði og nytjaþýðingum. Hafið samband við verkefnastjóra Íslensku- og menningardeildar vegna fyrirspurna um Þýðingafræðinámið.

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám. Sjá upplýsingar um starfsfólk skrifstofu Hugvísindasviðs.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is