Háskóli Íslands

Danska

Í BA-námi í dönsku er lögð áhersla á að nemendur nái hratt og örugglega tökum á dönsku máli í ræðu og riti og öðlist þekkingu á dönsku samfélagi, menningu og bókmenntum.

Við Háskóla Íslands er boðið upp á fræðilegt nám til BA-prófs og rannsóknatengt meistaranám.

BA-nám í dönsku (1–3 ár)  

Danska er kennd til 60, 120 eða 180 eininga. Í BA-námi er meginmarkmiðið að nemendur nái öruggum tökum á dönsku máli, tileinki sér akademísk vinnubrögð og öðlist fræðilega þekkingu á danskri tungu og dönsku þjóðlífi ásamt bókmenntum og menningu Dana.

Einnig er markmiðið:

  • að undirbúa nemendur undir almenn störf sem krefjast haldgóðrar dönskukunnáttu og fræðilegrar þekkingar á dönsku þjóðlífi og menningu 
  • að veita nemendum fræðilega undirstöðu til að takast á við  meistaranám í dönsku við Háskóla Íslands eða erlenda háskóla

Störf að loknu námi
Reynslan sýnir að dönskunám nýtist víða í atvinnulífinu, allt eftir námsgráðu og sérhæfingu nemenda. Sem dæmi má nefna eftirtalin svið:

  • ferðaþjónustu, t.d. kynningarstörf, leiðsögn, störf við menningartengda ferðaþjónustu og markaðssetningu
  • fjölmiðla, t.d. blaðamennsku, þáttagerð eða miðlun
  • dönskukennslu á grunn- og framhaldsskólastigi, námsstjórn og námsefnisgerð
  • menningargeirann, t.d. störf á söfnum, ritstörf 
  • þýðingar
  • störf tengd viðskiptum og markaðssetningu

Kennsluhættir
Í dönsku til BA-prófs fer kennslan fram á dönsku og málnotkun er þjálfuð í litlum hópum. Áhersla er lögð á notkun tölva og upplýsingatækni. Í boði eru fjölbreytt námskeið um danskar bókmenntir, danska tungu og menningu (kvikmyndir, fjölmiðla) og sérhæfð námskeið sem tengjast notkun dönsku í atvinnulífinu, t.d. námskeið um þýðingar, dönskukennslu og notkun dönsku í viðskiptum og í ferðaþjónustu. 

Félagslif
Linguae er félag tungumálanema við Háskóla Íslands og var stofnað á vormisseri 2015. Markmið félagsins er að efla félagslíf nemenda innan Mála- og menningardeildar. Enn sem komið er samanstendur það af ítölsku-, frönsku-, þýsku-, spænsku-, dönsku-, kínversku- og rússneskunemum. Félagið tekur þó á móti nemendum í hvaða erlenda tungumáli sem kennt er við Háskóla Íslands. Nemendafélagið heldur úti heimasíðuFacebook-hóp og Facebook-síðu

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám. Sjá upplýsingar um starfsfólk Hugvísindasviðs.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is