Háskóli Íslands

Upplýsingasetur um einkaleyfi

Upplýsingasetur um einkaleyfi

Vísinda- og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands starfrækir upplýsingasetur um einkaleyfi í samstarfi við Einkaleyfastofuna. Setrið er hluti af evrópsku neti upplýsingasetra um einkaleyfi (PATLIB) en netið samanstendur af rúmlega 250 upplýsingasetrum um alla Evrópu. Setrin njóta ýmiss stuðnings frá Evrópsku einkaleyfastofunni (EPO) og aðildarríkjum evrópska einkaleyfasamningsins. Upplýsingasetur er að finna á tveimur stöðum á landinu, við Háskóla Íslands og Impru á Akureyri.

Hlutverk upplýsingasetursins er að veita almennar upplýsingar um einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi og aðstoða við fyrstu leit í opinberum gagnabönkum um einkaleyfi. Setrið veitir ekki aðstoð við gerð einkaleyfisumsókna. 

Espacenet

Espacenet er gjaldfrjáls gagnagrunnur þar sem hægt er að leita að og skoða yfir 70 milljónir einkaleyfa og einkaleyfisumsókna frá helstu iðnríkjum heims. Þar er einnig að finna aðrar upplýsingar s.s. lagalega stöðu umsóknar. Gagnagrunnurinn er rekinn af Evrópsku einkaleyfastofunni og er íslenskt viðmót gagnagrunnsins aðgengilegt á heimasíðu Einkaleyfastofunnar.

 


Heimasíður um einkaleyfi og hagnýtingu þeirra:

http://www.els.is
http://www.epo.org/
http://www.wipo.int
http://www.uspto.gov/
http://onlineweb.dkpto.dk/pvsonline

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is