Háskóli Íslands

Styrkir fyrir stúdenta

Styrkir fyrir stúdenta

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands var stofnaður árið 2008 til að styrkja afburðanemendur til náms við skólann og var fyrsta úthlutun í júní það sama ár.  Háskóli Íslands hyggst veita árlega styrki til nýstúdenta, sem náð hafa framúrskarandi árangri á stúdentsprófi.  Áætlað er að úthluta úr sjóðnum um miðjan júní ár hvert.

Verkefnastyrkur FS

Félagsstofnun stúdenta veitir tíu stúdentum við HÍ styrki árlega til að vinna að lokaverkefnum. Fimm styrkir verða veittir stúdentum í grunnnámi, einum á hverju fræðasviði, og fimm styrkir stúdentum í meistaranámi óháð fræðasviði. Hver styrkur er í formi 150 þúsund króna inneignar í Bóksölu stúdenta.

Stúdentasjóður

Stúdentaráð hefur umsjón með Stúdentasjóði. Hlutverk Stúdentasjóðs er að styðja við menningar- og félagslíf í deildum skólans. Í þeim tilgangi veitir sjóðurinn fé til deildarfélaga, samtaka stúdenta og einstakra stúdenta.

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Nýsköpunarsjóður námsmanna útvegar áhugasömum nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Styrkjum er úthlutað til kennara á háskólastigi, fyrirtækja, rannsóknastofnana eða einstaklinga sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði, til þess að ráða stúdenta til sumarstarfa. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, jafnt fyrir atvinnulíf sem á fræðasviði.

Greiningarsjóður fyrir nemendur með námsörðugleika

Stúdentaráð starfrækir greiningarsjóð þar sem þeir nemendur sem þurfa greiningu vegna sértækra námsörðugleika geta sótt um styrk upp í kostnað við greiningu. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór fram í apríl 2007, en stefnt er að því að úthluta einu sinni á misseri.

Háskólasjóður Eimskips 

Háskólasjóður Eimskips hefur veitt styrki til nemenda Háskólans frá árinu 2006. 

Vefur styrktar og rannsóknarsjóða HÍ

Nemendum, kennurum og starfsfólki Háskóla Íslands standa til boða styrkir úr sjóðum sem starfræktir eru við Háskólann. Annars vegar er um að ræða sjóði sem veita styrki til rannsókna, einkum til doktorsnema og fræðimanna við skólann.

Hins vegar eru Styrktarsjóðir Háskóla Íslands en þar er að finna ríflega sextíu sjóði og gjafir sem ánafnaðar hafa verið Háskólanum frá stofnun hans. Flestir sjóðanna starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, sem ætlar þeim að úthluta styrkjum og viðurkenningum til ýmissa verkefna nemenda, kennara og vísindamanna.

Vefur styrktar og rannsóknarsjóða HÍ

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is