Háskóli Íslands

Stúdentaíbúðir

Stúdentaíbúðir

Nemendur fyrir utan aðalbyggingu HÍ

Félagsstofnun stúdenta rekur Stúdentagarða á háskólasvæðinu. Upplýsingar og umsóknir má fá á vefsíðu Stúdentagarða.

Einnig er hægt að sækja um íbúðir hjá Byggingafélagi námsmanna en þeir reka íbúðir á tíu stöðum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.

Stúdentagarðar

Hlutverk Stúdentagarða er að bjóða námsmönnum við Háskóla Íslands til leigu hentugt og vel staðsett húsnæði á sanngjörnu verði. Húsnæðið er af ýmsum stærðum og gerðum. Einstaklingsherbergi og íbúðir, tvíbýli, fjórbýli, paríbúðir og tveggja, þriggja og fjögurra herbergja fjölskylduíbúðir. Garðarnir eru Gamli Garður, Skerjagarður, Hjónagarðar, Vetrargarður, Skuggagarðar, Skógargarðar, Oddagarðar og Ásgarðahverfið. Allt húsnæði Stúdentagarða hefur aðgang að tölvuneti HÍ.

Allar nánari upplýsingar eru á vef Stúdentagarða.

Vatnagarður er heimavist sem Háskólinn rekur í skólahúsi á Lindarbraut 4 á Laugarvatni. Þar búa nemendur í eins eða 2ja manna herbergjum með baðherbergi. Sameiginleg og rúmgóð aðstaða er í setustofu, borðstofu og eldhúsi. Innangengt er í kennslustofur á Vatnagarði.

Húsnæðismiðlun

Á vefsíðu Félagsstofnunar stúdenta fer fram miðlun húsnæðis á almennum markaði. Húsnæðiseigendur geta skráð eignir sínar hér til leigu, hvort sem um er að ræða herbergi eða íbúðir. Stúdentar geta síðan skoðað auglýsingarnar og sett sig í samband við leigusala. Stúdentamiðlun er ekki ráðgefandi varðandi leiguverð og leggur hvorki mat á leigusala né leigutaka í neinu tilliti. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu miðlunarinnar.

 
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is