Háskóli Íslands

Starfsfólk

Háskóli Íslands er stærsti vinnustaður landsins þegar horft er til nemenda og starfsmanna. Fastir starfsmenn skólans eru yfir 1600 en talsvert fleiri en fastir starfsmenn þiggja laun frá skólanum eða um 4.400 manns. Auk fastra kennarastarfa við skólann eru starfsmenn við rannsókna- og fræðistörf,  þjónustustörf og stjórnsýslu- og tæknistörf.

Ótaldir eru þá starfsmenn tengdra stofnana Háskólans sem hafa sjálfstæðan fjárhag. Þær eru: Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, Raunvísindastofnun og Stofnun Árna Magnússonarí íslenskum fræðum.

Stundakennarar við skólann koma úr atvinnulífinu frá öllum fræðasviðum. Á síðustu árum hafa um 2300 einstaklingar verið stundakennarar.

Nánari upplýsingar um fjölda og dreifingu starfsfólks milli deilda og stofnana má sjá hér innan um aðrar tölur um Háskólann.

Starfsmannasvið Háskóla Íslands 

Finna starfsfólk

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is