Háskóli Íslands

Skiptinám

Skiptinemar

Stúdentum við HÍ sem fara í skiptinám við erlenda skóla fjölgar ár frá ári. Kostir þess að fara í skiptinám eru fjölmargir og nemendur ættu ekki að láta tækifærið fram hjá sér fara.

  • Einfaldara og ódýrara en að fara í nám á eigin vegum
  • Skiptinámið er metið inn í námsferil við HÍ
  • Tækifæri til að kynnast nýju landi og nýrri menningu
  • Fjölbreyttara námsframboð
  • Möguleikar á ferða- og dvalarstyrkjum
  • Niðurfelld skólagjöld við háskóla í Bandaríkjunum eða Kanada
  • Aukin tungumálakunnátta

Skiptinám er metið inn í námsferil nemanda við Háskóla Íslands. Í Nordplus og Erasmusskiptum eru ferða- og dvalarstyrkir í boði (sjá undir Evrópa hérna til vinstri). Styrkirnir skerða ekki námlán frá LÍN. Utan Evrópu eru ýmsir möguleikar í boði, en víðast eru niðurfelld eða mikið lækkuð skólagjöld.

Þeim sem hyggjast sækja um skiptinám í löndum utan Evrópu er bent á að kynna sér tímanlega dagsetningar á TOEFL-prófinu.

Hverjir geta farið í skiptinám?
Skilyrði til skiptináms er að nemandi hafi lokið a.m.k. einu ári af grunnnámi sínu við Háskóla Íslands áður en farið er utan. Doktorsnemendur geta ekki sótt um skiptinám nema þeir hafi verið samþykktir inn í doktorsnámið. Samþykki bæði leiðbeinanda og doktorsnefndar á skiptináminu þarf að liggja fyrir, enda verður það að falla að námsáætlun og rannsóknarverkefni doktorsnema. Ef áætlað er að vinna hluta af rannsóknarverkefni þarf að liggja fyrir staðfesting frá samstarfsaðila í háskólanum erlendis. Slíkar umsóknir fara einnig í gegnum Miðstöð framhaldsnáms.

Nemandi sem hyggst fara í skiptinám verður að vera skráður í Háskóla Íslands og greiða skráningargjaldið fyrir skólaárið sem skiptinámið fer fram á.

Upplýsingar um umsóknarferlið

Samstarfsskólar Háskóla Íslands.

Kynningarfundir um skiptinám verða haldnir reglulega í vetur en nemendur geta ávallt leitað til Skrifstofu alþjóðasamskipta eftir frekari upplýsingum.

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is