Háskóli Íslands

Samstarf opinberu háskólanna

Samstarf opinberu háskólanna

Samstarf opinberu háskólanna - lógóSamstarf opinberu háskólanna hófst með formlegum hætti í ágúst 2010, þegar mennta- og menningarmálaráðherra gaf út erindisbréf verkefnisstjórnar samstarfsins. Markmið verkefnisins eru í fyrsta lagi efling íslenskra háskóla, kennslu og rannsókna, í öðru lagi aukin hagkvæmni í rekstri háskóla og í þriðja lagi að tryggja háskólastarfsemi víða á landinu.

Aðilar að verkefninu eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli - Háskólinn á Hólum.

Á vef Samstarfs opinberu háskólanna má finna lýsingu á verkefninu, upplýsingar um vinnuhópa sem starfað hafa á vegum verkefnisins, skjöl og gögn sem tengjast verkefninu og fréttir af framgangi verkefnisins. Verkefnisstjórar samstarfsverkefnisins er Halldór Jónsson, sviðsstjóri Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands og Sæunn Stefánsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu rektors Háskóla Íslands og forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands.

Upplýsingar  um samstarfið veitir Sæunn Stefánsdóttir (saeunnst@hi.is og 525 4041).

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is