Háskóli Íslands

Rannsóknasetur

Rannsóknasetur

hvalurStofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands er rannsóknastofnun sem heyrir undir Háskólaráð. Stofnunin byggist á sjö rannsóknasetrum Háskóla Íslands víða um land sem eru faglegar og sjálfstæðar einingar.

Stofnunin er vettvangur samstarfsverkefna Háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni. Markmið stofnunarinnar er enn fremur að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf.

Forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands er Sæunn Stefánsdóttir.

Nánari upplýsingar um rannsóknasetrin er að finna á vef Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands.

Önnur verkefni Háskóla Íslands á landsbyggðinni

Háskóli Íslands býður uppá fjarnám í ýmsum greinum, m.a. námsráðgjöf, opinberri stjórnsýslu, ensku, íslensku og sagnfræði. Auk þess vinnur háskólafólk að margvíslegum verkefnum í samstarfi við aðrar rannsóknastofnanir, fyrirtæki og félagasamtök á landsbyggðinni. Sem dæmi um önnur verkefni Háskólans á landsbyggðinni má nefna:

- Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi
- Samningur við Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn
- Breiðdalssetur á Breiðdalsvík

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is