Háskóli Íslands

Rannsóknarstofnanir

Rannsóknarstofnanir

Háskóli Íslands

Alþjóðamálastofnun og stofnun um smáríki

 • Vettvangur rannsókna og fræðslu um alþjóðamál. Markmið rannsóknasetursins er að auka rannsóknir og fræðslu í smáríkjafræðum (small state studies).

Asíusetur Íslands (ASÍS)

 • Stendur að rannsóknum og menntastarfsemi sem snýr að Asíu.

Bókmennta- og listfræðastofnun

 • Kennsla og rannsóknir á íslenskum bókmenntum og almennri bókmenntafræði.

Erfðafræðinefnd Háskóla Íslands

 • Rannsókna- og þjónustustofnun starfrækt af Heilbrigðisvísindasviði og Landspítala. Stofnunin er m.a. vettvangur þverfaglegs samstarfs á sviðið erfðafræði.

Félagsvísindastofnun

 • Stofnunin sinnir rannsóknum, ráðgjöf og þjónustuverkefnum sem
  tengjast viðfangsefnum félagsvísindanna.

Guðfræðistofnun

 • Rannsókna-, þjónustu- og kennslustofnun í guðfræði og greinum henni skyldum sem stundaðar eru í guðfræðideild.

Hagfræðistofnun

 • Rannsóknir í hagfræði og öflun þekkingar á þjóðarbúskap Íslendinga.

Heimspekistofnun

 • Rannsóknir í heimspeki og er ráðgefandi varðandi kennslu, námsefni og próf í heimspeki í skólum landsins. Útgáfa ritverka um heimspekileg málefni.

Hugvísindastofnun

 • Vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á fræðasviðum Hugvísindasviðs. Veitir aðildarstofnunum og fræðimönnum þjónustu og aðstoð við verkefni sem tengjast rannsóknum og gengst fyrir ráðstefnum, málstofum og útgáfu. Stofnunin gefur út tímaritið Ritið, sem kemur út þrisvar á ári.

Íslensk málstöð
Sjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Jarðvísindastofnun Háskólans

 • Stundar rannsóknir og kennslu á sviði jarðvísinda með áherslu á jarðfræðilegar aðstæður Íslands og nánasta umhverfi þess.

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós

 • Tilgangur stofnunarinnar er að stuðla að námi í kínverskri tungu sem og fræðslu um kínverska menningu og samfélag.

Lagastofnun

 • Vísindaleg rannsókna- og kennslustofnun í lögfræði og skyldum greinum.

Lífeðlisfræðistofnun

 • Veitir öllum fastráðnum kennurum Háskólans í lífeðlisfræði rannsóknaraðstöðu. Einnig getur stjórn stofnunarinnar veitt vísindamönnum á öðrum fræðasviðum aðstöðu eftir því sem aðstæður leyfa og efni standa til.

Lífefna-og sameindalíffræðistofa

 • Rannsóknarstofan er starfsvettvangur kennara fræðasviðsins í lífefnafræði, meinefnafræði og erfðalæknisfræði við læknadeild.

Líf- og umhverfisvísindastofnun

 • Eflir rannsóknir og kennslu í líf- og landafræði á Íslandi. Jafnframt tekur stofnunin að sér rannsóknir á hagnýtum sviðunum.

Lífvísindasetur HÍ

 • Lífvísindasetur Háskóla Íslands er formlegt samstarf þeirra rannsóknahópa á sviði lífvísinda sem óska eftir að vera aðilar að setrinu. Rannsóknahóparnir stunda rannsóknir á ýmsum sviðum lífvísinda svo sem sameindalíffræði krabbameins, starfsemi og sérhæfingu stofnfruma, taugalíffræði, stjórnun genatjáningar, erfðalækninga, næringar- og matvælafræði, ónæmisfræði auk ýmissa sviða lífeðlisfræði.

Mannréttindastofnun HÍ

 • Vinnur að rannsóknum á lögfræðilegum þáttum mannréttinda, annast dreifingu á niðurstöðum þeirra og styður kennslu á þessu sviði.

Máltæknisetur

 • Máltæknisetur er samstarfsvettvangur Málvísindastofnunar Háskólans, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík um rannsóknir og þróun í tungutækni.

Málvísindastofnun

 • Grundvallarrannsóknir í íslenskum og almennum málvísindum. 

Menntavísindastofnun

 • Rannsóknir, ráðgjöf og þjónustuverkefni á sviði menntavísinda.

Miðstöð munnlegrar sögu

 • Miðstöð munnlegrar sögu er safn og rannsókna- og fræðslustofnun á sviði munnlegrar sögu. Hlutverk hennar er að safna munnlegum heimildum um sögu lands og þjóðar og varðveita þær til frambúðar.

Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn

 • Vinnur í nánu samstarfi við Líffræðistofnun að rannsóknum á Mývatni og umhverfi þess.

Norræna eldfjallasetrið

 • Samnorræn stofnun er hefur það hlutverk að stunda rannsóknir í eldfjallafræði með áherslu á bergfræði, jarðefnafræði, jarðeðlisfræði og eldfjallasögu.

Orðabók Háskólans

Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF)

 • Rannsóknamiðstöð ferðamála sinnir rannsóknum á íslenskri ferðaþjónustu og er ráðgefandi varðandi kennslu og námsefni í ferðamálafræðum á háskólastigi. Útgáfa greina, skýrslna og ritverka um ferðamálafræði.

Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði

 • Á vegum Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði, sem staðsett er á Selfossi, er unnið að fjölfaglegum rannsóknum á eðli og áhrifum jarðskjálfta.

Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd

 • Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd hefur það að markmiði að efla fjölskyldurannsóknir í félagsráðgjöf. Fjölskyldurannsóknir fjalla um samskipti og samspil í fjölskyldum og taka til allra aldurshópa og lífsskeiða.

Rannsóknasetur í fötlunarfræðum

Rannsóknarsetur í kerfislíffræði

Rannsóknasetur um lífshætti barna og ungmenna

Rannsóknarsetur um fólksflutninga og fjölmenningu

 • Markmið Rannsóknarsetursins er að stuðla að, hvetja og kynna rannsóknir á málefnum tengdum fjölmenningu, innflytjendum og farandverkafólki, og jafnframt tengdum málefnum svo sem þjóðerni, kynþáttahyggju, samlögun og samþættingu.

Rannsóknasetur Vestmannaeyja

 • Útibú Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Áhersla er lögð á rannsóknir og rannsóknatengt nám í náttúruvísindum og greinum sem tengjast atvinnulífinu í Eyjum.

Rannsóknarstofa í bernsku- og æskulýðsfræðum (BÆR) 

Rannsóknastofa í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) 

 • Rannsóknir á lífi og lífsskilyrðum barna, unglinga og ungmenna þar sem menntun og uppeldi eru séð í heildrænu samhengi einstaklings og samfélags.

Rannsóknastofa í fjölmenningarfræðum

 • Rannsóknir og ráðgjöf á sviði fjölmenningar og fjölmenningarlegs samfélags og skólasamfélags á Íslandi.

Rannsóknarstofa í hreyfivísindum

 • Rannsóknastofa í hreyfivísindum við námsbraut í sjúkraþjálfun Háskóla Íslands er vísindaleg rannsóknastofnun. Með hreyfivísindum er átt við öll þau fræði sem tengjast hreyfingum mannslíkamans á einn eða annan hátt.

Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði (RÍH)

 • Rannsóknir og ráðgjöf á sviði íþrótta- og heilsufræða. Rannsóknarstofan er starfrækt við Íþróttafræðasetur Háskóla Íslands á Laugarvatni.

Rannsóknarstofa í íslenskum fræðum og íslenskukennslu

 • Rannsóknir á íslensku sem fræðasviði og námsgrein, íslenskukennslu og íslenskum menningararfi og skólastarfi.

Rannsóknarstofa í kennslufræði

 • Rannsóknir á námi og kennslu, ráðgjöf og miðlun þekkingar á sviði kennslufræða og skólaþróunar.

Rannsóknastofa í klínískri lífefnafræði

Rannsóknastofa í krabbameinsfræðum

 • Rannsóknir sem auka þekkingu og skilning á eðli krabbameins.

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði

 • Í stofunni er unnið að grunn- og þjónusturannsóknum í líflyfjafræði, réttarefnafræði og eiturefnafræði.

Rannsóknastofa í matvælaefnafræði

Rannsóknastofa í meinafræði

Rannsóknarstofa í menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi

Rannsóknastofa í menntunarfræði ungra barna

 • Rannsóknir og ráðgjöf á sviði menntunar og uppeldis ungra barna á aldrinum 0-8 ára.

Rannsóknastofa í næringarfræði

Rannsóknastofa í ónæmisfræði

Rannsóknastofa í sýklafræði

Rannsóknarstofa í tónlistarfræðum

Rannsóknastofa í veirufræði

Rannsóknastofa í vinnuvernd

 • Rannsóknastofa í vinnuvernd (RIV) er vísindaleg rannsókna- og fræðslustofa sem er starfrækt af Vinnueftirlitinu og Háskóla Íslands.

Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RannUM)

 • Rannsóknir og þróunarstörf á sviði upplýsingatækni og miðlunar

Rannsóknarstofa í þroskaþjálfafræðum

Rannsóknarstofa um nám og kennslu erlendra tungumála og annars máls

Rannsóknarstofa námsgagna

Rannsóknarstofa um háskóla

 • Rannsóknir á háskólum og starfsemi þeirra

Rannsóknarstofa um jafnrétti, kyngervi og menntun

 • Rannsóknir á sviði kynjafræði og jafnréttis í skólum og í kennaramenntun

Rannsóknastofa um mannlegt atferli

 • Rannsóknir og (líkana og hugbúnaðar) þróun varðandi skipulag mannlegs samskiptaatferlis.

Rannsóknarstofa um menntakerfi

Rannsóknarstofa um nám og kennslu erlendra tungumála og annars máls

 • Rannsóknir á námi og kennslu erlendra tungumála og íslensku sem annað mál.

Rannsóknarstofa um námskrá, námsmat og námsskipulag NNN

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun RAUN

Rannsóknarstofa um skapandi skólastarf RASK

Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar

 • Rannsóknir, miðlun þekkingar og ráðgjöf á sviði skóla án aðgreiningar.

Rannsóknastofa um starfendarannsóknir

Rannsóknarstofa um stærðfræðimenntun

 • Rannsóknir, ráðgjöf og og miðlun þekkingar á sviði stærðfræðimenntunar.

Rannsóknastofa um þroska, mál og læsi barna og unglinga

 • Rannsóknir á málþroska, læsi og almennum þroska barna og unglinga.

Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs

 • Markmið er að skapa þekkingu og yfirsýn yfir þróun skólastarfs, þróun starfshátta í skólum, þróun menntakerfa og þróun ákveðinna námssviða eða námsgreina.

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði

 • Hlutverk hennar er að efla tengsl rannsókna og kennslu og samhæfa rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands.

Raunvísindastofnun Háskólans
Á Raunvísindastofnun eru stundaðar grunnrannsóknir í raunvísindum.

Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum

 • Öflun og miðlun þekkingar á sviðum kvenna- og kynjafræða.

Rannsóknastofnun um lyfjamál

Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni

 • Vettvangur lögfræðirannsókna og þróunarstarfs í málefnum fjölskyldna og
  barna í þverfaglegu samstarfi við önnur fræðasvið og rannsóknastofnanir
  sem fjalla um fjölskyldumálefni.

Sagnfræðistofnun

 • Annast rannsóknir í sagnfræði og gengst fyrir ráðstefnum, námskeiðum, fyrirlestrum og hvers kyns annarri starfsemi sem kynnir sagnfræði fyrir almenningi.

Siðfræðistofnun

 • Rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun, er meðal annars vettvangur þverfaglegs samstarfs á sviði siðfræði.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

 • Hlutverk Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði íslenskrar tungu og bókmennta, að miðla þekkingu á þeim fræðum og varðveita og efla þau söfn sem henni eru falin eða hún á.

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands

Stofnun Sigurðar Nordal
Sjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála

 • Meginmarkmið Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála er að efla kennslu og rannsóknir í stjórnun opinberra stofnana, bæði ríkis og sveitarfélaga.

Stofnun Sæmundar fróða

 • Meginhlutverk stofnunarinnar er tvíþætt: að stuðla að rannsóknum og samstarfi um hina ýmsu þætti sjálfbærrar þróunar og að vera vettvangur fyrir þverfræðilegar rannsóknir háskólakennara og sérfræðinga.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

 • Rannsóknir á erlendum tungumálum. Meðal rannsóknasviða eru: málvísindi, bókmenntir og menningarfræði, notagildi erlendra tungumála í atvinnulífi, kennsla erlendra tungumála og þýðingar. Útgáfa rita um sama efni. Ráðgjöf um framangreind fræðasvið.

Tannlækningastofnun

 • Rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun í tannlæknisfræði og skyldum greinum sem stundaðar eru við tannlæknadeild.

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

 • Meginviðfangsefni eru rannsóknir og greining sjúkdóma í dýrum og framleiðsla bóluefna gegn sauðfjársjúkdómum.

Verkfræðistofnun Háskóla Íslands

 • Rannsóknir og þróunarstarfsemi á sviði tækni og verkvísinda.

Viðskiptafræðistofnun

 • Vettvangur til að sinna rannsóknum, samhæfa þær og kynna niðurstöður þeirra. Stofnunin myndar einnig tengsl í viðskiptafræðum og skyldum greinum milli deildarinnar og aðila utan hennar gegnum þjónusturannsóknir, ráðgjöf og álitsgerðir.

Þjóðmálastofnun

 • Stofnunin annast rannsóknir á sviði velferðar, atvinnumála og þjóðfélagsbreytinga. Hún er hluti af norrænu öndvegissetri í velferðarrannsóknum (NCoE Welfare Research)

Örnefnastofnun
Sjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is