Háskóli Íslands

Próf

Próf

Nemendur þreyta próf

Almenn próf eru haldin 2. til 18. desember og 25. apríl til 10. maí. Sjúkrapróf eru haldin í fjóra til sex daga í kjölfar almennra próftímabila í desember og maí samkvæmt nánari ákvörðun prófstjóra. Deildum er heimilt, að höfðu samráði við prófstjóra og með samþykki stjórnar viðkomandi fræðasviðs, að nýta tímabil sjúkraprófa að vori fyrir sjúkrapróf í einstökum námskeiðum beggja kennslumissera. Ákvörðun um það þarf að liggja fyrir við upphaf kennslu á haustmisseri. Sjá nánar reglur um fyrirkomulag prófa og endurtöku prófa.

Tilhögun prófa

Kennsla og próf eru á vegum deilda. Kennarar standa fyrir prófum en hver deild ræður tilhögun prófa hjá sér í samræmi við lög og reglur Háskólans. Próftími í skriflegum prófum er venjulega þrjár klukkustundir. Prófstjóri annast undirbúning og stjórn almennra prófa, í samráði við stjórnsýslu fræðasviða og deilda.

Próftafla og prófstaðir

Próftafla haustmisseris er birt í lok september og próftafla vormisseris í lok janúar. Próftafla fyrir sjúkrapróf í kjölfar almennra próftímabila í desember og maí er birt eins fljótt og kostur er, eða um leið og skráningar liggja fyrir.

Upplýsingar um prófstaði á próftímabilum koma fram á sérstökum upplýsingasíðum um skipan í prófstofur.

Stúdentum er skipað í tiltekin sæti í prófstofum eftir númerum sem hver og einn stúdent getur séð á innri vefnum (Uglu) daginn fyrir próf. Einnig eru prófsæti auglýst sérstaklega á nafnalista við prófstofur fyrir hvert próf sama dag og það fer fram.

Framvísa þarf persónuskilríkjum með mynd á prófstað.

Nánari upplýsingar 

  • Nánari upplýsingar um próf, skráningu úr prófum, sjúkrapróf, endurtöku prófa og fleira varðandi próf við HÍ er að finna í kennsluskrá og í Uglunni - innri vef HÍ
  • Prófaskrifstofa kennslusviðs er á 2. hæð Aðalbyggingar, herbergi 219, sími 525-5278.
  • Verkefnisstjórar: Sigurður Ingi Árnason, sími 525-5278, og Hrafnkell Björnsson, sími 525-4312.
  • Prófstjóri er Hreinn Pálsson, sími 525-4361. Netfang prófstjóra og prófaskrifstofu er profstjori@hi.is.
  • Miðstöð fjarprófa er í Aðalbyggingu, herbergi 164 (á móti skrifstofum skjalasafns HÍ). Verkefnisstjóri er Björg Sigurðardóttir, sími 525-5910, netfang fjarprof@hi.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is