Háskóli Íslands

Páll Jakobsson

Páll Jakobsson var ráðinn  dósent í stjarneðlisfræði við raunvísindadeild verkfræði- og náttúruvísindasviðs frá 1. ágúst 2008.  Páll lauk doktorsprófi í stjarneðlisfræði frá Háskólanum í Kaupmannahöfn 2005 og meistaraprófi í stjarneðlisfræði frá sama skóla 2002. Hann útskrifaðist frá Háskóla Íslands 1999 með B.Sc í eðlisfræði 1999.

Páll kemur frá  Háskólanum í Hertfordshire þar sem hann var  Marie Curie Fellow frá því í janúar 2007. Hann var nýdoktor við Háskólann við Hertforshire frá apríl 2006 til ársloka.  Og þar á undan eða frá 2005 þegar hann lauk doktorsprófi sínu,  var hann nýdoktor við Dark Cosmology Centre, Niels Bohr Institute.

Fræðasvið Páls eru: Gammablossar, þyngdarlinsur, hulduefni og hulduorka í alheimi, þróun stórgerðar alheimsins, vetrarbrautarmyndun og heimsfræði-fastar.

Aðsetur Páls eru í Tæknigarði, sími 525-4941 og netfang, pja@raunvis.hi.is

Háskóli Íslands býður Pál velkominn til starfa.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is