Háskóli Íslands

Námsframboð

Námsframboð

Mesta námsframboðið

Alþjóðleg tengsl

  • Öllum nemendum Háskólans gefst kostur á að taka hluta af námi sínu við erlenda háskóla. Á móti stunda hundruð erlendra nemenda stunda nám við HÍ á ári hverju og fer þeim stöðugt fjölgandi. Einnig starfar fjöldi erlendra gestakennara og vísindamanna við Háskólann.

Aðalgrein + aukagrein

  • Val á námsgrein í Háskóla Íslands býður upp á marga skemmtilega möguleika. Hægt að velja sér eina aðalgrein til 120 ECTS-eininga og svo aukagrein til 60 ECTS-eininga. Full BA/BS-gráða er 180 ECTS-einingar. Nemendur geta þannig sameinað það besta af því áhugaverðasta í Háskólanum. Athugið að þetta á ekki við um allar námsleiðir.

Tvöföld BA/BS- gráða

  • Hægt er að taka tvöfalda BA- eða BS- gráðu. Þá þarf að ljúka 120 ECTS-einingum í einni grein og 120 ECTS-einingum í annarri grein. Þetta getur til dæmis nýst þeim sem vilja styrkja atvinnumöguleika sína með tvöfaldri gráðu. Athugið að þetta á ekki við um allar námsleiðir.

Diplómanám

  • Háskóli Íslands býður einnig diplómanám. Gráðan er 30-90 ECTS-einingar eða 1-3 misseri. Diplómanám getur nýst þeim sem ekki eru tilbúnir að hella sér út í fullt nám strax eða langar að skerpa á þekkingu sinni eða bæta við hana.

Fullt nám 

  • Fullt nám til fyrstu prófgráðu í Háskóla Íslands, BA/BS-gráða, er 180 ECTS-einingar (European Credit Transfer Accumulation System).
  • Eðlileg námsframvinda í háskóla er talin vera um 30 ECTS á misseri. Nemendur geta þó sótt um leyfi til þess að taka fleiri eða færri einingar ef það hentar þeim betur.

Grunnnám

Framhaldsnám

Þverfræðilegt framhaldsnám

Fjarnám

Námskeið kennd á ensku

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is