Háskóli Íslands

Miðstöð framhaldsnáms

Miðstöð framhaldsnáms

Miðstöð framhaldsnáms tók til starfa 1. febrúar 2009. Hlutverk hennar er að tryggja og efla gæði doktorsnáms við Háskóla Íslands, með það að markmiði að stuðla að kröftugu vísindastarfi sem stenst alþjóðlegan samanburð og samkeppni.

Fagleg ábyrgð á framhaldsnámi við skólann er á höndum deilda. Miðstöð framhaldsnáms hefur heildaryfirsýn yfir framhaldsnámið og starfar náið með háskóladeildum, gæðanefnd háskólaráðs og sameiginlegri stjórnsýslu. Miðstöðin aflar, greinir og miðlar gögnum um alla helstu þætti framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Hún er einnig vettvangur samráðs og samvinnu um námið og tengiliður við samstarfsaðila innan lands og utan.

Miðstöð framhaldsnáms hefur aðsetur á 1. hæð í Aðalbyggingu Háskóla Íslands við Sæmundargötu, 101 Reykjavík. Sími: 525-4000.

Þjónusta sem doktorsnemum stendur til boða og ýmsar upplýsingar sem þá varða sérstaklega er að finna á heimasíðu Miðstöðvar framhaldsnáms.

Verkefnisstjóri Miðstöðvar framhaldsnáms er Pétur Ástvaldsson.

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is