Háskóli Íslands

Matur

Matur

Í flestum byggingum á  háskólasvæðinu er veitingasala sem Félagsstofnun stúdenta rekur. Þessar kaffistofur eru öllum opnar.

  • Í Hámu á Háskólatorgi og í Stakkahlíð og kaffistofunum er boðið upp á fjölbreytt úrval af mat og drykk.
  • Í Hámu er boðið upp á heitan rétt dagsins í hádeginu virka daga.
  • Háma heimshorn í Tæknigarði býður upp á heitan rétt og val um meðlæti en einnig er Hámu-réttur dagsins og súpur á boðstólnum.
  • Bókakaffi er í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi. Þar er boðið upp á fjölbreytt úrval kaffidrykkja og meðlæti.
  • Í VR-II og í Haga eru veitingasölur reknar af stúdentum.

Opið er í Hámu á Háskólatorgi og í Bókakaffi allt árið en aðrar kaffistofur eru opnar í samræmi við kennslutímabil.

Stúdentakjallarinn

Veitinga- og skemmtistaður stúdenta, Stúdentakjallarinn, er staðsettur í kjallara Háskólatorgs og er opinn kl.11-23 alla daga nema á fimmtudaga og föstudaga, en þá er opið til 1.00. Þar er boðið upp á fjölbreyttan matseðil og afþreyingu.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is