Háskóli Íslands

Markaðs- og samskiptasvið

Starfsfólk markaðs- og samskiptasviðs

Markaðs- og samskiptasvið Háskóla Íslands hefur heildarumsjón með öllu markaðs- og samskiptastarfi Háskóla Íslands og samhæfir slíkt starf innan allra eininga skólans. 

Starfsfólk markaðs- og samskiptasviðs 

Jón Örn Guðbjartsson er sviðsstjóri markaðs- og samskiptasviðs.

Björn Gíslason er kynningar- og vefritstjóri á markaðs- og samskiptasviði. Björn og Jón Örn eru jafnframt ritstjórar Tímarits Háskóla Íslands. 

Bryndís E. Jóhannsdóttir er ritstjóri innri vefs Háskólans, Uglunnar, og vefritstjóri enska vefs HÍ english.hi.is.

Guðrún J. Bachmann er kynningarstjóri vísindamiðlunar og jafnframt lestarstjóri Háskólalestarinnar auk þess að sjá um Vísindasmiðju Háskóla Íslands.

Kristinn Ingvarsson er ljósmyndari markaðs- og samskiptasviðs.

Kristín Ása Einarsdóttir er verkefnisstjóri viðburða, t.d. háskóladagsins, stærri fyrirlestraraða, nýnemadaga, alþjóðadaga o.fl. Hún er jafnframt skólastjóri Háskóla unga fólksins sem starfræktur er á vori hverju.

Sigfús Þ. Sigmundsson er vefstjóri Háskólans og stýrir öllum helstu vefjum á vegum HÍ.

Kynningar- og vefstjórar fræðasviða HÍ

Upplýsingaskrifstofa Háskólans

Sigurlaug Hrefna Sverrisdóttir er deildarstjóri upplýsingaskrifstofu og starfar þar ásamt  Evu I. Sumarliðadóttur og Eydísi Þuríði Jónsdóttur.

Hlutverk markaðs- og samskiptasviðs

Hlutverk markaðs- og samskiptasviðs Háskóla Íslands er að miðla upplýsingum til almennings og hagsmunaðila um fjölbreytta starfsemi Háskóla Íslands og styrkja þannig ímynd hans og orðspor.

Sviðið vinnur markvisst að því að almenningur og ytri og innri hagsmunaaðilar skynji stöðu Háskólans á jákvæðan hátt og hafi skýra mynd af hlutverki hans og sérstöðu.

Meðal verkefna markaðs- og samskiptasviðs má nefna útgáfu á kynningarefni, útgáfa Tímarits Háskóla Íslands, námskynningar, vefmál Háskólans, samskipti við fjölmiðla, umsjón með stærri viðburðum, vísindamiðlun til almennings, símasvörun og upplýsingaþjónustu ásamt mörgu öðru.

Hönnunarstaðall Háskóla Íslands

Kynningarefni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is