Háskóli Íslands

Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands 2013-2017

Háskóli Íslands er alþjóðlegur rannsóknaháskóli sem hefur jafnframt ríkum skyldum að gegna við íslenskt samfélag og menningu. Eitt af grunngildum háskólans samkvæmt stefnu hans 2011-2016 er áhersla á jafnrétti og fjölbreytileika og hefur skólinn einsett sér að vera ávallt í fararbroddi í jafnréttismálum.

Háskóli Íslands leggur áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð, jafnrétti og að koma í veg fyrir mismunun á öllum sviðum starfseminnar. Háskólinn telur fjölbreytileika stúdenta og starfsfólks styrk skólans og leggur áherslu á að efla mannauð og starfsánægju stúdenta og starfsfólks. Háskóli Íslands hefur ríka samfélagslega ábyrgð og hvetur starfsfólk sitt til þátttöku í uppbyggingu íslensks samfélags, meðal annars í krafti rannsókna sinna, sérþekkingar á jafnréttismálum og þeirra möguleika sem felast í samstarfi og samstilltu átaki.

Á vefgátt jafnréttismála má finna Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands 2013-2017, sem samþykkt var á fundi háskólaráðs 16. janúar 2014. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is