Háskóli Íslands

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Stúdentar sem hefja nám í Háskóla Íslands þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi frá erlendum skóla.

Nánar

Frá háskóladegi 2011

Fyrir utan almennu kröfuna um stúdentspróf eru inntökuskilyrði mismunandi eftir deildum Háskólans. Ítarlegar upplýsingar um inntökuskilyrði er að finna í reglum um inntökuskilyrði í grunnnám við HÍ og í köflum fræðasviða og deilda í kennsluskrá Háskólans. Sömuleiðis eru inntökuskilyrði tiltekin í upplýsingum um hverja námsleið fyrir sig.

Auk inntökuskilyrða þurfa umsækjendur að kynna sér vel aðgangsviðmið deilda áður en þeir velja námsleið. Sjá einnig fyrirvara í kennsluskrá.

Undanþágur frá inntökuskilyrðum í grunnnám

Á háskólaárinu 2017-2018 nýta ákveðnar deildir Háskólans heimild til að veita undanþágur frá formlegum inntökuskilyrðum í grunnnám (bakkalárnám) samkvæmt ákvörðun viðkomandi fræðasviða. Athugið að þetta á aðeins við vegna náms í sumum deildum skólans en öðrum deildum ekki. Sjá nánari upplýsingar í kennsluskrá: Yfirlit um fræðasvið og deildir og viðmið við mat á undanþáguumsóknum.

Framhaldsnám

Um inntökuskilyrði í nám á meistara- og doktorsstigi gilda sérreglur deilda. Þessar reglur eru birtar í kennsluskrá og á vefsíðum fræðasviða og deilda.

Inntökupróf, aðgangspróf og fjöldatakmarkanir

Í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræðum eru haldin inntökupróf í júní. Umsóknarfrestur er til 20. maí, sjá nánari upplýsingar á vef Læknadeildar. Inntökupróf (aðgangspróf fyrir háskólastig, A-próf) er haldið í mars og júní vegna bakkalárnáms í hjúkrunarfræði og lögfræði, umsóknarfrestur til 13. mars annars vegar og 5. júní hins vegar. Í geislafræði, tannlæknisfræði og tannsmíði eru haldin samkeppnispróf við lok haustmisseris í desember. Sjá nánar um fjöldatakmarkanir og fyrirvara í kennsluskrá.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is