Háskóli Íslands

Innri endurskoðun

Hlutverk

Innri endurskoðun vinnur fyrir háskólaráð og á hún að bæta rekstur Háskóla Íslands með því að aðstoða stjórnendur við að ná settum rekstrarmarkmiðum, meta árangur, bæta áhættustýringu, eftirlit og stjórnun. Aðaláhersla innri endurskoðunar er því á að kanna og meta hvort innra eftirlit sé virkt svo að starfsemi háskólans sé í eðlilegum farvegi. Innri endurskoðun er sjálfstæð eining sem heyrir faglega undir háskólaráð og stjórnsýslulega undir rektor.

Helstu verkefni

Verkefni innri endurskoðanda eru staðfestingarverkefni, ráðgjafarþjónusta og endurskoðun erlendra rannsóknastyrkja. Staðfestingarverkefni fela í sér hlutlægt mat innri endurskoðanda á einingu, rekstri, starfsemi, ferli eða kerfi. Verkefnin eru tilgreind í áætlun innri endurskoðunar sem háskólaráð samþykkir.  Helstu staðfestingarverkefnin samkvæmt erindisbréfi eru að meta hvort:

  • vinnuferlar, skipulag og stjórnun séu árangursrík
  • notkun upplýsingakerfa sé örugg og þau tryggi réttmæti og heilleika gagna
  • starfsmenn fylgi lögum, reglugerðum, stefnu, stöðlum og verklagsreglum
  • reikningshald, uppgjör og ársreikningar séu í samræmi við ákvæði laga og reglna
  • áhætta sé greind með fullnægjandi hætti og henni stjórnað
  • háskólaráð, rektor og aðrir stjórnendur háskólans fái réttar og nauðsynlegar upplýsingar til þess að geta sinnt hlutverki sínu

Innri endurskoðandi Háskóla Íslands

Ingunn Ólafsdóttir 
Aðalbygging, Sæmundargötu 2
101 Reykjavík

Skrifstofa: Aðalbygging A228.
Netfang: ingunno@hi.is
Viðtalstími eftir samkomulagi.
Beinn sími: 525-4239

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is