Háskóli Íslands

Innri endurskoðun

Hlutverk

Innri endurskoðun vinnur fyrir háskólaráð og á hún að bæta rekstur Háskóla Íslands með því að aðstoða stjórnendur við að ná settum rekstrar­markmiðum, meta árangur, bæta áhættustýringu, eftirlit og stjórnun. Aðaláhersla innri endurskoðunar er því að kanna og meta hvort innra eftirlitið sé virkt svo að starfsemi háskólans sé í eðlilegum farvegi. Innri endurskoðun er sjálfstæð eining sem heyrir faglega undir háskólaráð og stjórnsýslulega undir rektor.

Verkefnaáætlun innri endurskoðunar 2016

Innri endurskoðunaráætlun 2016-2018 var samþykkt af háskólaráði þann 21. janúar 2016. Áætlunin verður yfirfarin a.m.k. árlega í samráði við háskólaráð. Meðal fyrirhugaðra staðfestingarverkefna á árinu 2016 eru úttektir á: erlendum rannsóknarstyrkjum, skjalamálum, mannauðsmálum, framhaldsnámi og nemendaskrá.  Vinna við úttekt á erlendum rannsóknarstyrkjum er hafin og er fyrirhugað að skila skýrslu til háskólaráðs í apríl 2016.  

Áhersla í einstökum úttektum verður lögð á að skoða þau atriði sem innri endurskoðandi telur þýðingarmest hverju sinni. Innri endurskoðandi vinnur áhættumat fyrir hverja úttekt í samvinnu við viðkomandi stjórnendur og starfsmenn til að stuðla að því að allir mikilvægir þættir séu kannaðir.  

Niðurstöður innri endurskoðanda koma fram í skýrslu sem lögð verður fram í háskólaráði. Háskólaráð ákveður hvaða athugasemdir skuli samþykkja og hvenær þeim skuli hrint í framkvæmd. Innri endurskoðandi fylgir þeim eftir og verða niðurstöður eftirfylgnikönnunnar sendar háskólaráði. 

Auk framangreindra verkefna er innri endurskoðandi einnig rektor, háskólaráði og öðrum stjórnendum til ráðgjafar um málefni er varða hagkvæma nýtingu fjármuna, skilvirkni í rekstri, áhættustýringu og innra eftirlit með rekstri og fjármálum.

Innri endurskoðandi Háskóla Íslands

Ingunn Ólafsdóttir er innri endurskoðandi Háskóla Íslands
Aðalbygging, Sæmundargötu 2
101 Reykjavík

Skrifstofa: Aðalbygging A228.
Netfang: ingunno@hi.is
Viðtalstími eftir samkomulagi.
Beinn sími: 525-4239

Tenglar í skjöl

Erindisbréf fyrir innri endurskoðun Háskóla Íslands

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is