Háskóli Íslands

Húsnæði og aðstaða

Húsnæði og aðstaða

Háskóli Íslands starfar í mörgum byggingum á þremur svæðum. Í Vatnsmýri og Vesturbæ, í Stakkahlíð og á Laugarvatni. Samtals er húsnæði skólans 73.000 m2. Háskólinn er lifandi samfélag sem býður nemendum og starfsfólki fyrsta flokks starfsaðstöðu. Í flestum byggingum er lesaðstaða og góð aðstaða til hópavinnu og fjöldi tölvuvera er víða um svæðið. 

Fjölbreytt þjónusta í boði

Kaffistofur eru í mörgum byggingum. Háma á Háskólatorgi, mötuneyti stúdenta og starfsfólks, býður upp á heitan mat í hádeginu og fjölbreytt úrval af mat og drykk. Íþróttaaðstaða er til fyrirmyndar og hafa nemendur aðgang að tækjasal og fjölbreyttri leikfimisaðstöðu- og tímum gegn vægu gjaldi. Félagsstofnun stúdenta rekur Stúdentagarða með allt frá einstaklingsíbúðum upp í stórar fjölskylduíbúðir. Á leikskólum stúdenta geta börn allt frá 6 mánaða aldri fengið pláss.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is