Háskóli Íslands

Háskólinn

Nemendur á Háskólatorgi

Háskóli Íslands hefur verið hornsteinn þekkingaruppbyggingar á Íslandi í meira en 100 ár. Stöðug framþróun og sterk framtíðarsýn er og verður styrkur Háskóla Íslands.

Alþjóðlegur háskóli
Alþjóðleg tengsl kennara Háskóla Íslands eru mikil og sterk og margir þeirra eru í fremstu röð í fræðum sínum í alþjóðlegu vísindasamfélagi. Þá á háskólinn samstarf við fjölmarga framúrskarandi erlenda háskóla og rannsóknastofnanir um nemendaskipti, rannsóknir og fleira. Allir nemendur háskólans eiga kost á að taka hluta af námi sínu við erlendan háskóla og á hverju ári tekur Háskóli Íslands á móti hundruðum erlendra nemenda.

Skóli í stöðugri mótun
Háskóli Íslands er sífellt að stækka, nemendum fjölgar og kennarar skólans afla sér stöðugt nýrrar þekkingar og reynslu sem kemur þeim til góða við kennslu og rannsóknir. Á hverjum degi vinna kennarar, nemendur og annað starfsfólk Háskóla Íslands að því að gera skólann betri – samfélaginuöllu til góðs.

Nýsköpun og rannsóknir
Kennarar háskólans og nemendur í rannsóknatengdu framhaldsnámi stunda fjölþættar rannsóknir í nánum tengslum við íslenskt samfélag og atvinnulíf. Það má með sanni segja að dag hvern fari fram öflugt nýsköpunar- og frumkvöðlastarf í háskólanum.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is