Háskóli Íslands

Háskólatorg

Háskólatorg

Háskólatorg er við hlið Aðalbyggingar Háskóla Íslands og tengist Gimli, Odda og Lögbergi. Saman mynda þessar fjórar byggingar kjarna í miðju háskólasvæðisins þar sem allt iðar af lífi frá morgni til kvölds. Þar kemur fólk saman til að stunda nám, nærast, eiga samskipti og fylgjast með hinum ýmsu uppákomum.

Á Háskólatorgi er ýmis þjónusta fyrir nemendur, þar á meðal:

Þar eru að auki kennslustofur, tölvuver og lesrými.

Háskólasjóður Eimskipafélagsins lagði fram 500 milljónir króna til byggingar Háskólatorgs, en sá sjóður var stofnaður árið 1964 til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem áttu hlut í stofnun félagsins. Um vorið 2007 efndi Byggingarnefnd Háskólatorgs, fyrir hönd Háskólans, til samkeppni um listskreytingu á Háskólatorgi í samstarfi við FSR. Listskreytingin var hugsuð sem þakklætisvottur fyrir stuðning Eimskipafélagsins.

Við vígslu Háskólatorgs var afhjúpað listaverkið „Vits er þörf þeim er víða ratar“ eftir Finn Arnar Arnarsson. Verkinu er komið fyrir inni í keilu sem gengur upp úr þaki torgsins. Dagsbirtan fellur niður um glerflöt á toppi keilunnar niður á listaverkið en það er af oddaflugi gæsa. Flugi þeirra er stjórnað sjálfvirkt frá veðurstöð á þaki hússins þannig að þær fljúga alltaf upp í vindinn.


Í greinagerð listamannsins segir meðal annars: „Verkið sýnir gæsir hefja sig til flugs. Þær eru hugsanlega að leggja upp í langa ferð, hvort sem henni er heitið á slóðir Vestur-Íslendinga í Kanada eða eitthvert annað. Verkið undirstrikar það að háskóli er í vissum skilningi viðkomustaður, torg hugmynda og strauma með öflugar tengingar við umheiminn, fortíð og framtíð. Það undirstrikar jafnframt mikilvægi þekkingarinnar en ferðalög farfugla eru ekki farin út í loftið. Þau eru farin í mjög ákveðnum tilgangi og byggjast á árþúsundareynslu. Gæsir eru miklir verkfræðingar sem auðvelda sér flugið með því að fljúga oddaflug. Um þær má því vel hafa hið fornkveðna að „Vits er þörf þeim er víða ratar“.“

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is