Háskóli Íslands

Grunnnám

Grunnnám

 

Grunnnám A-Ö
Kennsluskrá
Námsupplýsingar
Umsókn um nám

Upplýsingar um grunnnám

Grunnnám er fyrsta háskólagráða. Námið tekur að jafnaði þrjú ár og lýkur með BA, BS eða B.Ed. gráðu. Nokkrar námsleiðir eru þó lengri og geta tekið 4-6 ár og einnig er boðið upp á styttra nám til diplómagráðu. Háskóli Íslands býður upp á grunnnám í hátt í 100 námsgreinum og um 165 námsleiðum. Háskólinn er með langmesta námsframboð allra háskóla á Íslandi.

Sveigjanleiki

Þriggja ára grunnnám er 180 ECTS-einingar en í mörgum greinum eiga nemendur þess kost að taka aðal- og aukagrein. Þá taka nemendur 120 ECTS-einingar í aðalgrein og 60 ECTS-einingar í aukagrein. Í sumum greinum býðst einnig að taka tvöfalda BA/BS-gráðu með því að taka 120 ECTS-einingar í tveimur greinum.

Góður undirbúningur

Grunnnámið í Háskóla Íslands veitir nemendum góðan undirbúning, hvort sem þeir halda beint á vinnumarkaðinn eða í frekara nám. Námið fylgir ströngum alþjóðlega viðurkenndum gæðastöðlum. Háskólinn vill tryggja að prófgráða frá skólanum hafi á sér öruggan gæðastimpil og njóti trausts um allan heim.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is