Háskóli Íslands

Grunnnám

Grunnnám

 

Grunnnám A-Ö
Kennsluskrá
Námsupplýsingar
Umsókn um nám

Upplýsingar um grunnnám

Grunnnám er fyrsta háskólagráða. Námið tekur að jafnaði þrjú ár og lýkur með BA-, BS- eða B.Ed.-gráðu. Nokkrar námsleiðir eru þó lengri og geta tekið 4-6 ár og einnig er boðið upp á styttra nám til diplómagráðu. Háskóli Íslands býður upp á grunnnám í hátt í 100 námsgreinum og um 165 námsleiðum. Háskólinn er með langmesta námsframboð allra háskóla á Íslandi.

Sveigjanleiki og val

Þriggja ára grunnnám er 180 ECTS-einingar en í mörgum greinum eiga nemendur þess kost að taka aðal- og aukagrein. Þá taka nemendur 120 ECTS-einingar í aðalgrein og 60 ECTS-einingar í aukagrein. Í sumum greinum býðst einnig að taka tvöfalda BA/BS-gráðu með því að taka 120 ECTS-einingar í tveimur greinum.

Góður undirbúningur

Grunnnámið í Háskóla Íslands veitir nemendum góðan undirbúning, hvort sem þeir halda beint á vinnumarkaðinn eða í frekara nám. Námið fylgir ströngum alþjóðlega viðurkenndum gæðastöðlum. Háskólinn vill tryggja að prófgráða frá skólanum hafi á sér öruggan gæðastimpil og njóti trausts um allan heim.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is