Háskóli Íslands

Framkvæmda- og tæknisvið

Frá einni af skrifstou Hásóla Íslands

Hlutverk

Framkvæmda- og tæknisvið hefur yfirumsjón með málefnum er lúta að skipulagi lóða Háskóla Íslands ásamt byggingum og rekstri á þeim.

Sviðsstjóri er Guðmundur R. Jónsson, s. 525-5202

Skrifstofustjóri er Sigurlaug I. Lövdahl, s. 525-4922

Helstu núverandi verkefni Framkvæmda- og tæknisviðs:

Bygging Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Byggingin er 3.744 m2 að stærð og mun rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu. Framkvæmdin hefur verið boðin út. Sjá nánar á vef Framkvæmdasýslu ríkisins.

Hús íslenskra fræða. Byggingin sem er 6.500 m2 mun rísa við Arngrímsgötu 5 suðaustur af Þjóðarbókhlöðu. Hún mun hýsa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeild á Hugvísindasviði. Samkeppni um húsið fór fram á árinu 2008 og urðu Hornsteinar arkitektar hlutskarpastir. Sjá nánar á vef Framkvæmdasýslu ríkisins.

Lokið er frumhönnun á 9.300 nýbyggingu fyrir Heilbrigðisvísindasvið við Læknagarð. Sjá nánar á vef um byggingu nýs Landspítala-Háskólasjúkrahúss.

Háskólabíó - endurbætur innanhúss. Lýkur 2015.

 

Framkvæmda- og tæknisvið starfar með eftirfarandi nefndum:

Skipulagsnefnd háskólaráðs

Öryggisnefnd háskólaráðs

Nefnd um eftirfylgni með sjálfbærni- og umhverfisstefnu Háskóla Íslands skipuð af háskólaráði

Bygginganefnd fyrir hús Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

 

Sviðinu tilheyra eftirfarandi einingar:

Byggingar og tækni

Bygginga-og tæknideild hefur umsjón með endurbótum og viðhaldi bygginga Háskóla Íslands og lóða og rekur sitt eigið smíðaverkstæði.

Rekstur fasteigna

Rekstur fasteigna sér um allan almennan rekstur á húsnæði Háskóla Íslands. Verkefnin eru m.a. umsjón með byggingum, sorphirðumál, ræsting, leigusamningar og öryggismál, einnig umsjón með bókunum í stofur/sali og eftirlit með almennri nýtingu húsnæðisins.

Íþróttahús háskólans

Íþróttahús Háskóla Íslands er opið öllum nemendum og starfsfólki. Boðið er upp á fasta dagskrá í leikfimissal og aðgang að tækjasal á vægu verði.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is