Háskóli Íslands

Fjarnám

Fjarnám

Nemendur

Fjarnám við HÍ

Þeir sem hyggjast sækja um fjarnám þurfa eins og aðrir nemendur að fylla út rafræna umsókn. Umsóknarfrestur fyrir nýnema í fjarnámi á haustmisseri er í byrjun júní ár hvert. Upplýsingar um skráningarfrest í framhaldsnám má sjá á vef viðkomandi fræðasviðs. Þegar nemendur hafa fengið inngöngu í skólann sækja þeir um notandanafn og aðgangsorð til að komast inn á Ugluna, innri vef skólans. Þar fer fram skráning í fjarnám. Nýskráning stúdenta fer fram rafrænt á vef Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar fást hjá Nemendaskrá.

Inntökuskilyrði

Sömu almennu kröfur eru gerðar til allra nemenda sem hefja nám við Háskóla Íslands, þeir skulu hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Sjá inntökuskilyrði.

Upphaf kennslu

Kennsla í fjarnámskeiðum hefst að öllu jöfnu á sama tíma og staðbundin kennsla. Á heimasíðum fræðasviðanna fimm eru upplýsingar um upphaf fjarkennslu og um kennslu í einstökum deildum.

Upplýsingar um fjarnám

Upplýsingar um námskeið sem boðið er upp á í fjarnámi má sækja í Kennsluskrá. Einnig er hægt að snúa sér beint til viðkomandi deildar eða kennara í viðkomandi námskeiði varðandi upplýsingar um fyrirkomulag fjarnáms. Nemendaskrá svarar erindum sem varða skráningu í fjarnám.

Kennslumiðstöð og Menntasmiðja

Kennslumiðstöð sinnir þjónustu við kennara varðandi tæknileg atriði fjarkennslu. Á Menntavísindasviði annast Menntasmiðja þjónustu við stúdenta og kennara vegna fjarnáms.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf er fyrsti áfangastaður margra stúdenta sem hyggja á háskólanám. Allir nemendur, líka fjarnemendur, hafa aðgang að námsráðgjöf. Náms- og starfsráðgjöf býður meðal annars:

  • Ráðgjöf vegna námsvals
  • Ráðgjöf um vinnubrögð í háskólanámi
  • Persónulega og sálfræðilega ráðgjöf
  • Ráðgjöf og úrræði vegna fötlunar og sérþarfa
  • Starfsráðgjöf og ráðgjöf við gerð atvinnuumsókna.

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Þeir sem skráðir eru í fjarnám við Háskóla Íslands hafa sömu réttindi og skyldur við Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og nemendur í staðnámi. Safnið leitast við að veita fjar- og staðnemum sambærilega þjónustu.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is