Háskóli Íslands

Félagslíf

Félagslíf

Frá listahátíð stúdenta

Að stunda háskólanám snýst ekki aðeins um að sitja fyrirlestra og læra heima. Félagslíf er mikilvægur þáttur háskólanáms.

Stúdentaráð stendur fyrir stórum atburðum ætluðum öllum nemendum skólans. Stúdentadagar, Októberfest og próflokaböll eftir haust- og vormisseri eru meðal þeirra.

Hver deild rekur sitt nemendafélag og eru nemendur hvattir til þess að skoða hvaða nemendafélag stendur þeim næst.

Í Háskóladansinum læra nemendur hressilegt Boogie Woogie, hip-hop, lindy hop, salsa og swingað rokk og ról og margt fleira.

Stúdentaleikhúsið stendur alltaf fyrir sínu. Tvær sýningar á ári eru settar upp á vegum þess. Í Stúdentaleikhúsinu er alls konar fólk. Flest á það sameiginlegt að vera ofurlítið athyglissjúkir stúdentar við HÍ. Eina skilyrði fyrir inngöngu í Stúdentaleikhúsið er að hafa lokið framhaldsskólaprófi.

Tónelskir stúdentar við Háskólann geta fundið sér eitthvað við hæfi. Við skólann eru starfræktir tveir kórar, Kvennakór HÍ og Háskólakórinn

 

Ýmis hagsmunafélög eru starfrækt við HÍ

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is