Háskóli Íslands

Cervantes-setur

Cervantes-setur

Cervantes-setur er hýst hjá Tungumálamiðstöð HÍ og rekið undir verndarvæng Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda.

Cervantes-setrið á Íslandi er ætlað að hlúa að spænskukennslu hér á landi, efla og örva hvers kyns menningarstarfsemi og auka samskipti Íslands og hins spænskumælandi heims.

Starfandi kennarar í spænsku í Deild erlendra tungumála-, bókmennta og málvísinda eru umsjónarmenn setursins sem rekið er í samráði og samvinnu við aðalstöðvar Cervantes-stofnunar á Norðurlöndum í Stokkhólmi.

Menningarmálastofnun Spánar (Instituto Cervantes) var sett á laggirnar árið 1991 og hefur starfsemi hennar eflst og dafnað æ síðan. Stofnunin starfar víða um heim en Cervantes-stofnunin í Stokkhólmi þjónar sérstaklega mennta- og menningarsamskiptum Spánar og Norðurlandanna.

 

 

Síða uppfærð / breytt 17. febrúar 2011

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is