Háskóli Íslands

Brautskráning

Brautskráning

Brautskráning kandídata frá Háskóla Íslands 2015

Vetrarbrautskráning kandídata frá Háskóla Íslands fór fram í Háskólabíói, laugardaginn 21. febrúar sl.

Næsta brautskráning fer fram laugardaginn 20. júní nk.
 

Prófskírteini og viðaukar

Við brautskráningu fá allir kandidatar afhent prófskírteini og viðauka með skírteini þar sem fram koma á stöðluðu formi upplýsingar um það nám sem lokið er. Prófskírteinið er á íslensku ásamt staðfestri enskri þýðingu, en viðaukinn á íslensku og ensku. Þessi gögn eru afhent kandidötum án endurgjalds. Ef kandidat er fjarverandi við brautskráningu þarf hann að nálgast þau síðar hjá sinni deild.

Þeim tilmælum er beint til kandídata að þeir varðveiti prófskírteini sín vel! Hvert prófskírteini er aðeins gefið út í einu eintaki, undirrituðu af viðkomandi deildarforseta. Prófskírteini fæst aldrei endurútgefið, undir neinum kringumstæðum. Það er á ábyrgð skírteinishafa að varðveita prófskírteinið með öruggum hætti, þannig að það glatist ekki.

Dæmi um viðauka við prófskírteini gefinn út af Háskóla Íslands:
Skírteinisviðauki á íslensku (.pdf)
Skírteinisviðauki á ensku (.pdf).

 


    Fyrri brautskráningar frá Háskóla Íslands, aftur til 1995:

    Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is