Háskóli Íslands

Brautskráning

Brautskráning

Brautskráning kandídata frá Háskóla Íslands 2015

Vorbrautskráning kandídata frá Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll, laugardaginn 20. júní nk. Eins og verið hefur síðustu ár fer brautskráningin fram í tvennu lagi.

Kl. 10.30 fer fram brautskráning kandídata sem eru að ljúka framhaldsnámi til prófgráðu, þ.e. meistaranámi og kandídatsnámi.

Kl. 14.00 fer fram brautskráning kandídata sem eru að ljúka grunnnámi, þ.e. BA-, B.Ed.- og BS-námi.

Áætlað er að hvor athöfn um sig taki allt að tvær klukkustundir.

Kandídötum er ætlað afmarkað svæði og eru þeir beðnir um að mæta ekki síðar en klukkustund áður en athöfnin hefst. Hver kandídat verður með númerað sæti sem kemur fram á nafnalista sem afhentur verður með dagskrá við innganginn og er sætaskipan í samræmi við afhendingu prófskírteina. Umsjónarfólk verður á staðnum til að leiðbeina um sætaskipan.

Prófskírteini verða afhent í röð eftir fræðasviðum: Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið.

Kandídatar fá heimsend bréf með nánari upplýsingum, sem jafnframt má finna hér: Bréf fyrir hádegi / Bréf eftir hádegi

Prófskírteini og viðaukar

Við brautskráningu fá allir kandidatar afhent prófskírteini og viðauka með skírteini þar sem fram koma á stöðluðu formi upplýsingar um það nám sem lokið er. Prófskírteinið er á íslensku ásamt staðfestri enskri þýðingu, en viðaukinn á íslensku og ensku. Þessi gögn eru afhent kandidötum án endurgjalds. Ef kandidat er fjarverandi við brautskráningu þarf hann að nálgast þau síðar hjá sinni deild.

Þeim tilmælum er beint til kandídata að þeir varðveiti prófskírteini sín vel! Hvert prófskírteini er aðeins gefið út í einu eintaki, undirrituðu af viðkomandi deildarforseta. Prófskírteini fæst aldrei endurútgefið, undir neinum kringumstæðum. Það er á ábyrgð skírteinishafa að varðveita prófskírteinið með öruggum hætti, þannig að það glatist ekki.

Dæmi um viðauka við prófskírteini gefinn út af Háskóla Íslands:
Skírteinisviðauki á íslensku (.pdf)
Skírteinisviðauki á ensku (.pdf).

 


    Fyrri brautskráningar frá Háskóla Íslands, aftur til 1995:

    Þarfnast þessi síða lagfæringar?

    Image CAPTCHA
    Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
    Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is