Háskóli Íslands

Bókasöfn og bóksala

Bókasöfn og bóksala

Frá bókasafni í Háskóla Íslands

Bókasöfn Háskóla Íslands

Á háskólasvæðinu er öll þjónusta sem nemendur þurfa til þess að nálgast bækur og kennslugögn. Nemendur hafa aðgang að fullkomnasta bókasafni landsins, Landsbókasafni – Háskólabókasafni.

Stúdentar og starfsfólk geta sótt bókasafnsþjónustu á þrjá staði. Bókasafnsskírteini eru án endurgjalds.

  • Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn – Safnkostur á öllum efnissviðum. Safnið er bókasafn Háskóla Íslands samkvæmt lögum nr. 71/1994. Það rekur nokkur útibú í tengslum við lestraraðstöðu á vegum Háskóla Íslands
  • Bókasafn Menntavísindasviðs – Safnkostur einkum á sviði menntavísinda. Var áður bókasafn Kennaraháskóla Íslands.
  • Heibrigðisvísindabókasafn – Safnkostur einkum á sviði heilbrigðisvísinda. Hefur til þessa veitt læknadeild og hjúkrunarfræðideild HÍ bókasafnsþjónustu

Bóksala og skiptibókamarkaður

Bóksala stúdenta selur nemendum allar námsbækur sem þeir þurfa, ritföng og önnur námsgögn. Á menntavísindasviði er bóksala sem þjónustar stúdenta sviðsins. Skiptibókamarkaði er að finna í smáauglýsingum í Uglunni.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is