Háskóli Íslands

Aurora

Aurora

Frá stofnun Aurora samstarfsnetsins

Aurora er samstarfsnet níu virtra evrópskra háskóla sem eiga það sameiginlegt að leggja í starfi sínu áherslu á hágæða rannsóknir, samfélagslega ábyrgð og að gera samfélögum betur kleift að takast á við áskoranir samtímans. Samstarfsnetið var formlega stofnað í Amsterdam 21. október 2016.

Aðildarháskólarnir eiga það sameiginlegt að vera mjög öflugir í rannsóknum, samkvæmt mati Times Higher Education University Ranking, sem birtist meðal annars í því að áhrif (e. impact) rannsókna þeirra eru mikil.

Stofnháskólarnir eru auk Háskóla Íslands, Vrije-háskóli í Amsterdam (Hollandi), Grenoble-Alpes háskóli (Frakklandi), Háskólinn í Aberdeen (Skotlandi), Háskólinn í Antwerpen (Belgíu), Háskólinn í Björgvin (Noregi), Háskólinn í Duisburg-Essen (Þýskalandi), East Anglia háskóli (Englandi) og Gautaborgarháskóli (Svíþjóð).

Vefur Aurora samstarfsnetsins

 

 

Merki Aurora samstarfsnetsins

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is