Háskóli Íslands

Aurora

Aurora

Frá stofnun Aurora samstarfsnetsins

Aurora er samstarfsnet níu virtra evrópskra háskóla sem eiga það sameiginlegt að leggja í starfi sínu áherslu á hágæða rannsóknir, samfélagslega ábyrgð og að gera samfélögum betur kleift að takast á við áskoranir samtímans. Samstarfsnetið var formlega stofnað í Amsterdam 21. október 2016.

Aðildarháskólarnir eiga það sameiginlegt að vera mjög öflugir í rannsóknum, samkvæmt mati Times Higher Education University Ranking, sem birtist meðal annars í því að áhrif (e. impact) rannsókna þeirra eru mikil.

Stofnháskólarnir eru auk Háskóla Íslands, Vrije-háskóli í Amsterdam (Hollandi), Grenoble-Alpes háskóli (Frakklandi), Háskólinn í Aberdeen (Skotlandi), Háskólinn í Antwerpen (Belgíu), Háskólinn í Björgvin (Noregi), Háskólinn í Duisburg-Essen (Þýskalandi), East Anglia háskóli (Englandi) og Gautaborgarháskóli (Svíþjóð).

Vefur Aurora samstarfsnetsins

 

 

Merki Aurora samstarfsnetsins

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is