Háskóli Íslands

Ástralía og Nýja Sjáland

 

Samstarfsskólar í Ástralíu:

New South Wales

Queensland

South Australia

Victoria

  • Deakin University, Burwood (nálægt Melbourne), Victoria
  • RMIT University, Melbourne, Victoria. Fyrir nemendur í grunn- og framhaldsnámi. Nemendum gefst líka kostur á að fara til Víetnam þar sem skólinn er einnig starfræktur.
  • University of Melbourne, Melbourne, Victoria.

Western Australia


Samstarfsskólar á Nýja Sjálandi:  


Frestur til að sækja um skiptinám í Ástralíu og Nýja Sjálandi er 15. janúar ár hvert kl. 17.00. Rafrænar umsóknir eru aðgengilegar á vefsíðu Skrifstofu alþjóðasamskipta í nóvember en gott er að hefja undirbúning snemma með vali á gestaskólum, TOEFL enskuprófi og  ritun kynningarbréfs.

Áður en haldið er utan er þarf að ljúka einu ári (60 ECTS einingum) af námi HÍ. Skráningargjald er greitt við HÍ en skólagjöld eru felld niður í gestaskóla.

Til að sækja um skiptinám í skólum í Ástralíu og Nýja Sjálandi verða nemendur að skila inn niðurstöðum úr TOEFL eða IELTS enskuprófum.

Nemendur geta sótt um að taka eitt eða tvö misseri. Rétt er að athuga að skólaárið og árstíðir almennt í Eyjaálfu er ekki á sama tíma og á Íslandi.


Haustmisseri: febrúar til júní
Vormisseri: júlí til nóvember

Hásumar í Ástralíu og Nýja Sjálandi er í nóvember og desember. Bent er á að athuga vel skóladagatal viðkomandi skóla, en margir skólar eru með þrjú misseri á ári.

Ráðlegt er að kynna sér bækling um skiptinám og allar leiðbeiningar vandlega áður en sótt er um skiptinám. Fylgigögn þurfa oftast að vera stimpluð/staðfest frumrit og því þarf að huga tímanlega að umsókn auk þess sem bið getur verið á að komast í að taka TOEFL-prófið.


Umsóknir

Skrifstofa alþjóðasamskipta, 3. hæð Háskólatorgi, sími 525 4311, ask@hi.is, opið: 10.00-12.00 og 12.30-15.00.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is