Háskóli Íslands

Ameríka

Nemendur við Háskóla Íslands geta farið í skiptinám til Bandaríkjanna, Kanada eða Rómönsku Ameríku. Skiptinám á þessum stöðum felur í sér fjölbreyttar áskoranir og alþjóðlega reynslu í löndum sem eru mörg hver fremst á sínu sviði í menntun, rannsóknum og tækni. Í Bandaríkjunum eru margir af hæst skrifuðu háskólum heims og námsumhverfið er sérlega hvetjandi. Í Kanada eru lífsgæði mikil og menntakerfið sterkt. Í Rómönsku Ameríku er litríkur menningarheimur og samstarfsskólar HÍ á þessum slóðum gegna margir hverjir lykilhlutverki í samfélögum þjóðríkja sinna.

Umsóknarfrestur er 15. janúar ár hvert.

Ráðlegt er að lesa bækling um skiptinám og upplýsingar á vefnum vel og vandlega, áður en sótt er um skiptinám. Ef nemendur eru í vafa, skulu þeir ekki hika við að hafa samband við Skrifstofu alþjóðasamskipta.

Skrifstofa alþjóðasamskipta, 3. hæð Háskólatorgi, sími 525 4311, ask@hi.is, opið: 10.00-12.00 og 12.30-15.00.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is